Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fim 16. maí 2024 22:31
Sölvi Haraldsson
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst við spila mjög vel í dag. Leikurinn spilaðist nokkurnveginn eins og við vildum. Mér fannst við gera þetta frábærlega og ég er virkilega ábægður í dag.“ sagði Jökull I Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 5-3 sigur Stjörnunnar í bikarnum á KR.


Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  3 KR

Jökull telur að Stjarnan hafi verið betri aðilinn í kvöld þrátt fyrir mörkin hjá Benoný undir lokin.

Mér fannst við töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik fyrir utan kannski seinustu 10 mínúturnar. Fram að því fannst við vera frábærir. Markið þeirra kemur úr föstu leikatriði þegar Gummi Kristjáns er fyrir utan völlinn. En í seinni hálfleik fannst mér við bara halda áfram og gera ótrúlega vel. En þeir ná að skora þessi mörk í lokin. Þeir höfðu engu að tapa og bara eðlilegt að setja smá pressu á okkur.

Það var ekki komið neitt stress í þjálfara Stjörnunnar þegar Benoný skoraði tvö mörk á tveimur mínútum og þegar Gunnar Oddur, fjórði dómari, tilkynnti að það væri 6 mínútur í uppbótartíma.

Nei það var ekkert stress. Maður vissi að það myndi vera mikið í uppbót. Bara frábært að þeir (dómararnir) gerðu það. Það var búið að vera mikið af töfum og menn að liggja. Það er alltaf að gaman þegar þeir bæta öllu því við. En það var ekkert stress. Jafnvel ef þeir myndu jafna. Þá myndum við bara fara með sjálfstraust inn í framlenginuna eins og frammistaðan okkar var búin að vera.

Adolf Daði kom inn á af bekknum og kláraði leikinn í lokin með marki á 98. mínútu.

Bara skemmtilegasta atvik leiksins. Hann hefur verið svolítið sveltur á mínútum undanfarið. Það var bara geggjað að sjá þetta mark. Ég lýsi því best þannig að allir leikmenn og allir á bekknum glöddust ekki bara heldur skellihlógu allir. Yndislegt.

Hilmar Árni fór útaf eftir 5 mínútnaleik og menn lágu oft niðri og þurftu aðhlynningu í kvöld.

Staðan á Hilmari er þannig að hann spilar ekki næsta leik. Við eigum eftir að sjá hvaða áhrif það hefur á leikina eftir það. Aðrir eru í lagi.“

Jökull telur að leikurinn við KR í kvöld hafi verið besta frammistaða sumarsins til þessa.

„Þessi leikur er heilt yfir líklega besta frammistaðan í sumar. Það er bara mikill stígandi í liðinu. Við höldum bara áfram. Áhorfendurnir voru líka bara sturlaði í dag.“ sagði Jökull að lokum.

Viðtalið við Jökul má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner