Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
   fim 16. maí 2024 22:31
Sölvi Haraldsson
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst við spila mjög vel í dag. Leikurinn spilaðist nokkurnveginn eins og við vildum. Mér fannst við gera þetta frábærlega og ég er virkilega ábægður í dag.“ sagði Jökull I Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 5-3 sigur Stjörnunnar í bikarnum á KR.


Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  3 KR

Jökull telur að Stjarnan hafi verið betri aðilinn í kvöld þrátt fyrir mörkin hjá Benoný undir lokin.

Mér fannst við töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik fyrir utan kannski seinustu 10 mínúturnar. Fram að því fannst við vera frábærir. Markið þeirra kemur úr föstu leikatriði þegar Gummi Kristjáns er fyrir utan völlinn. En í seinni hálfleik fannst mér við bara halda áfram og gera ótrúlega vel. En þeir ná að skora þessi mörk í lokin. Þeir höfðu engu að tapa og bara eðlilegt að setja smá pressu á okkur.

Það var ekki komið neitt stress í þjálfara Stjörnunnar þegar Benoný skoraði tvö mörk á tveimur mínútum og þegar Gunnar Oddur, fjórði dómari, tilkynnti að það væri 6 mínútur í uppbótartíma.

Nei það var ekkert stress. Maður vissi að það myndi vera mikið í uppbót. Bara frábært að þeir (dómararnir) gerðu það. Það var búið að vera mikið af töfum og menn að liggja. Það er alltaf að gaman þegar þeir bæta öllu því við. En það var ekkert stress. Jafnvel ef þeir myndu jafna. Þá myndum við bara fara með sjálfstraust inn í framlenginuna eins og frammistaðan okkar var búin að vera.

Adolf Daði kom inn á af bekknum og kláraði leikinn í lokin með marki á 98. mínútu.

Bara skemmtilegasta atvik leiksins. Hann hefur verið svolítið sveltur á mínútum undanfarið. Það var bara geggjað að sjá þetta mark. Ég lýsi því best þannig að allir leikmenn og allir á bekknum glöddust ekki bara heldur skellihlógu allir. Yndislegt.

Hilmar Árni fór útaf eftir 5 mínútnaleik og menn lágu oft niðri og þurftu aðhlynningu í kvöld.

Staðan á Hilmari er þannig að hann spilar ekki næsta leik. Við eigum eftir að sjá hvaða áhrif það hefur á leikina eftir það. Aðrir eru í lagi.“

Jökull telur að leikurinn við KR í kvöld hafi verið besta frammistaða sumarsins til þessa.

„Þessi leikur er heilt yfir líklega besta frammistaðan í sumar. Það er bara mikill stígandi í liðinu. Við höldum bara áfram. Áhorfendurnir voru líka bara sturlaði í dag.“ sagði Jökull að lokum.

Viðtalið við Jökul má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner