Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 16. maí 2024 22:31
Sölvi Haraldsson
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst við spila mjög vel í dag. Leikurinn spilaðist nokkurnveginn eins og við vildum. Mér fannst við gera þetta frábærlega og ég er virkilega ábægður í dag.“ sagði Jökull I Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 5-3 sigur Stjörnunnar í bikarnum á KR.


Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  3 KR

Jökull telur að Stjarnan hafi verið betri aðilinn í kvöld þrátt fyrir mörkin hjá Benoný undir lokin.

Mér fannst við töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik fyrir utan kannski seinustu 10 mínúturnar. Fram að því fannst við vera frábærir. Markið þeirra kemur úr föstu leikatriði þegar Gummi Kristjáns er fyrir utan völlinn. En í seinni hálfleik fannst mér við bara halda áfram og gera ótrúlega vel. En þeir ná að skora þessi mörk í lokin. Þeir höfðu engu að tapa og bara eðlilegt að setja smá pressu á okkur.

Það var ekki komið neitt stress í þjálfara Stjörnunnar þegar Benoný skoraði tvö mörk á tveimur mínútum og þegar Gunnar Oddur, fjórði dómari, tilkynnti að það væri 6 mínútur í uppbótartíma.

Nei það var ekkert stress. Maður vissi að það myndi vera mikið í uppbót. Bara frábært að þeir (dómararnir) gerðu það. Það var búið að vera mikið af töfum og menn að liggja. Það er alltaf að gaman þegar þeir bæta öllu því við. En það var ekkert stress. Jafnvel ef þeir myndu jafna. Þá myndum við bara fara með sjálfstraust inn í framlenginuna eins og frammistaðan okkar var búin að vera.

Adolf Daði kom inn á af bekknum og kláraði leikinn í lokin með marki á 98. mínútu.

Bara skemmtilegasta atvik leiksins. Hann hefur verið svolítið sveltur á mínútum undanfarið. Það var bara geggjað að sjá þetta mark. Ég lýsi því best þannig að allir leikmenn og allir á bekknum glöddust ekki bara heldur skellihlógu allir. Yndislegt.

Hilmar Árni fór útaf eftir 5 mínútnaleik og menn lágu oft niðri og þurftu aðhlynningu í kvöld.

Staðan á Hilmari er þannig að hann spilar ekki næsta leik. Við eigum eftir að sjá hvaða áhrif það hefur á leikina eftir það. Aðrir eru í lagi.“

Jökull telur að leikurinn við KR í kvöld hafi verið besta frammistaða sumarsins til þessa.

„Þessi leikur er heilt yfir líklega besta frammistaðan í sumar. Það er bara mikill stígandi í liðinu. Við höldum bara áfram. Áhorfendurnir voru líka bara sturlaði í dag.“ sagði Jökull að lokum.

Viðtalið við Jökul má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner