Toney og David á blaði Man Utd - Bayern vill varnarmann Liverpool - Chelsea endurvekur áhuga á Duran - Luiz nálgast Juventus
Siggi Höskulds svekktur: Ekki alveg búinn að ná stjórn á tilfinningunum
Skrítið að sjá boltann í netinu - „Áttaði mig ekki á því hvort boltinn myndi drífa yfir línuna"
Ekki fallegasta markið - „Hjartað mitt stoppaði"
Sér ekki eftir skiptunum til Arsenal - „Vona að ég átti mig meira á því seinna"
Skoraði fjögur mörk í kvöld - „Hef reyndar skorað sex mörk áður“
Perry Mclachlan: Betra liðið vann
Óli Kristjáns: Ágætis nýting hjá henni
„Held að hann hafi tekið ákvörðunina út frá pressu áhorfenda"
Katrín komin til baka: Í fyrsta skipti að upplifa svona mikla samkeppni
Nik eftir enn einn sigurleikinn: Gefur mér meiri hausverk
Arnór Ingvi: Getum ekki komið tveimur dögum seinna og látið rústa okkur
Sverrir hrósaði Valgeiri - „Ekki auðveldar aðstæður"
Stefán Teitur svekktur að skora ekki - „Tekur þetta með litla puttanum"
Kristian Hlyns: Holland getur farið alla leið á EM
Van Dijk eins og Rolls Royce - „Gefur þeim sjálfstraust eftir að þeir sáu að við unnum England"
Daníel fer líklega á láni í sumar - „Ég segi bara takk við hann"
Gylfi Sig: Ég á eftir að spila í einhver ár í viðbót
Ásgeir Páll: Getum bara verið stoltir af frammistöðunni
Adam Ægir: Maður er athyglissjúkur
Haraldur Freyr: Fórum með þetta eins langt og hægt var
   fim 16. maí 2024 22:31
Sölvi Haraldsson
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst við spila mjög vel í dag. Leikurinn spilaðist nokkurnveginn eins og við vildum. Mér fannst við gera þetta frábærlega og ég er virkilega ábægður í dag.“ sagði Jökull I Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 5-3 sigur Stjörnunnar í bikarnum á KR.


Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  3 KR

Jökull telur að Stjarnan hafi verið betri aðilinn í kvöld þrátt fyrir mörkin hjá Benoný undir lokin.

Mér fannst við töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik fyrir utan kannski seinustu 10 mínúturnar. Fram að því fannst við vera frábærir. Markið þeirra kemur úr föstu leikatriði þegar Gummi Kristjáns er fyrir utan völlinn. En í seinni hálfleik fannst mér við bara halda áfram og gera ótrúlega vel. En þeir ná að skora þessi mörk í lokin. Þeir höfðu engu að tapa og bara eðlilegt að setja smá pressu á okkur.

Það var ekki komið neitt stress í þjálfara Stjörnunnar þegar Benoný skoraði tvö mörk á tveimur mínútum og þegar Gunnar Oddur, fjórði dómari, tilkynnti að það væri 6 mínútur í uppbótartíma.

Nei það var ekkert stress. Maður vissi að það myndi vera mikið í uppbót. Bara frábært að þeir (dómararnir) gerðu það. Það var búið að vera mikið af töfum og menn að liggja. Það er alltaf að gaman þegar þeir bæta öllu því við. En það var ekkert stress. Jafnvel ef þeir myndu jafna. Þá myndum við bara fara með sjálfstraust inn í framlenginuna eins og frammistaðan okkar var búin að vera.

Adolf Daði kom inn á af bekknum og kláraði leikinn í lokin með marki á 98. mínútu.

Bara skemmtilegasta atvik leiksins. Hann hefur verið svolítið sveltur á mínútum undanfarið. Það var bara geggjað að sjá þetta mark. Ég lýsi því best þannig að allir leikmenn og allir á bekknum glöddust ekki bara heldur skellihlógu allir. Yndislegt.

Hilmar Árni fór útaf eftir 5 mínútnaleik og menn lágu oft niðri og þurftu aðhlynningu í kvöld.

Staðan á Hilmari er þannig að hann spilar ekki næsta leik. Við eigum eftir að sjá hvaða áhrif það hefur á leikina eftir það. Aðrir eru í lagi.“

Jökull telur að leikurinn við KR í kvöld hafi verið besta frammistaða sumarsins til þessa.

„Þessi leikur er heilt yfir líklega besta frammistaðan í sumar. Það er bara mikill stígandi í liðinu. Við höldum bara áfram. Áhorfendurnir voru líka bara sturlaði í dag.“ sagði Jökull að lokum.

Viðtalið við Jökul má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner