Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
   fim 16. maí 2024 20:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mjólkurbikarinn: Keflavík með endurkomusigur gegn ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavík 3 - 1 ÍA
0-1 Hinrik Harðarson ('4 )
1-1 Sami Kamel ('37 , víti)
2-1 Sami Kamel ('45 )
3-1 Valur Þór Hákonarson ('81 )
Rautt spjald: ,Erik Tobias Tangen Sandberg, ÍA ('36)Frans Elvarsson, Keflavík ('86)
Lestu um leikinn


Keflavík er komið áfram í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur á ÍA. Skagamenn komust þó yfir snemma leiks þegar Hinrik Harðarson kom boltanum í netið eftir undirbúning Viktors Jónssonar.

Þegar skammt var til loka fyrri hálfleiks fékk Keflavík vítaspyrnu þegar Erik Tobias Sandberg reif Sami Kamel niður og fékk að líta rauða spjaldið. Kamel steig sjálfur á punktinn og skoraði.

Hann bætti síðan öðru markinu við stuttu síðar og kom Keflvíkingum í forystu.

Arnór Smárason var nálægt því að jafna metin undir lok leiksins þegar hann átti skot rétt yfir markið af stuttu færi. Það var síðan Valur Þór Hákonarson sem innsiglaði sigur Keflvíkinga með marki stuttu síðar.

Frans Elvarsson var nýkominn inn á sem varamaður í liði Keflavíkur þegar hann var rekinn af velli fyrir að setja höndina í andlitið á Hinrik. Aftur var orðið jafnt í liðum en fleiri mörk urðu ekki skoruð.

Frábærlega gert hjá Lengjudeildarliði Keflavíkur sem sló Breiðablik einnig úr leik í síðustu umferð. Dregið verður í 8-liða úrslit næsta þriðjudag.


Athugasemdir
banner
banner