Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 16. júní 2022 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Neville hefur áhyggjur af vandræðum United á markaðnum
Mynd: EPA
„Ég veit að það er ekki langt liðið á félagsskiptagluggann en það er áhyggjuefni að United á í erfiðleikum með að klára sín viðskipti," byrjar Gary Neville Twitter færslu sína í morgun.

Nevill er fyrrum leikmaður Manchester United og er í dag sparkspekingur á Sky Sports.

Nágrannar United í Liverpool og Manchester City hafa þegar keypt leikmenn í sumar; Erling Braut Haaland er kominn til City og Darwin Nunez gekk í raðir Liverpool í þessari viku.

Eina sem United hefur gert er að staðfesta að Paul Pogba, Jesse Lingard, Juan Mata og Nemanja Matic verða ekki áfram hjá félaginu.

„Önnur félög virðast vera klár í slaginn en United nær ekki að komast í gang. ETH [Erik ten Hag] þarf tilbúinn hóp til sín sem fyrst til að stilla saman strengi. Að fá leikmenn inn seint mun gera honume erfiðara fyrir. Vonandi gerast hlutirnir fljótlega," skrifar svo Neville í færslu sinni.

United hefur síðustu daga verið orðað við Jurrien Timber og Anthony hjá Ajax, Pau Torres hjá Villarreal, Vitinha hjá Porto, Frenkie de Jong hjá Barcelona og Christian Eriksen sem er samningslaus.


Athugasemdir
banner