Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 16. júlí 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Calvert-Lewin, Durán og Reiss Nelson orðaðir við West Ham
Mynd: EPA
Mynd: EPA
West Ham United er að leita að liðsstyrk fyrir sóknarlínuna sína þessa dagana og eru nokkrir framherjar á óskalistanum.

Talið er að Jhon Durán, framherji Aston Villa, sé ofarlega á listanum ásamt Dominic Calvert-Lewin, framherja Everton. Sky Sports greinir frá.

Hamrarnir eru einnig í leit að kantmanni og þar hefur Reiss Nelson hjá Arsenal verið nenfdur til sögunnar.

Talið er að kantmaðurinn knái Nelson vilji fara frá Arsenal þar sem hann sjái ekki fram á að fá spiltíma hjá félaginu.

Hamrarnir eru þá einnig orðaðir við tvo bakverði, Kyle Walker-Peters hjá Southampton og Aaron Wan-Bissaka hjá Man Utd. Walker-Peters er talinn vera í forgangi.

Walker-Peters og Wan-Bissaka eiga það sameiginlegt að eiga aðeins eitt ár eftir af samningi og því getur West Ham reynt að kaupa þá með afslætti í sumar.

Það verður áhugavert að fylgjast með Hömrunum leika undir stjórn Julen Lopetegui á komandi leiktíð, en liðið endaði í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í vor og leikur því ekki í Evrópukeppni í haust.
Athugasemdir
banner
banner