Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 16. júlí 2024 19:45
Elvar Geir Magnússon
Davíð Smári aftur í bann og þrír KA-menn
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra hefur safnað sjö gulum spjöldum.
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra hefur safnað sjö gulum spjöldum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Hafsteinsson er kominn í bann.
Daníel Hafsteinsson er kominn í bann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra heldur áfram að sanka að sér spjöldum í Bestu deildinni og hefur nú verið úrskurðaður í sitt annað leikbann vegna uppsafnaðra áminninga. Hann er kominn með sjö gul spjöld og verður ekki á hliðarlínunni þegar Vestri heimsækir HK í Kórinn á laugardaginn.

Þá verður Vestri án miðjumannsins Fatai Gbadamosi sem fékk rautt spjald í tapleiknum gegn KA síðasta laugardag.

Aganefnd KSÍ kom saman í dag eins og venjulega á þriðjudögum en alls voru sjö leikmenn úr Bestu deildinni úrskurðaðir í bann.

Þar á meðal eru þrír leikmenn KA. Rodri, Daníel Hafsteinsson og Bjarni Aðalsteinsson verða allir í banni vegna uppsafnaðra áminninga þegar KA fær Víking í heimsókn á laugardag.

Atli Sigurjónsson leikmaður KR verður í banni vegna uppsafnaðra áminninga þegar Vesturbæjarliðið heimsækir Breiðablik á sunnudag. KR-ingar verða einnig án Alex Þórs Haukssonar sem fékk rautt í tapleik gegn Fram í síðustu umferð.

Framarinn Tryggvi Snær Geirsson fékk einnig rautt í þeim leik og spilar því ekki gegn Val á sunnudag.

Í Lengjudeildinni hafa Sigurjón Rúnarsson í Grindavík, Jordian Farahani í ÍR og Alex Freyr Hilmarsson í ÍBV verið úrskurðaðir í bann vegna uppsafnaðra áminninga og spila ekki í komandi umferð.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner