Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   þri 16. júlí 2024 11:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjóri Shamrock: Áhugavert liðsval hjá Víkingi
Bradley var mjög sáttur við jafnteflið á Víkingsvelli.
Bradley var mjög sáttur við jafnteflið á Víkingsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Írarnir fengu færi til að vinna leikinn.
Írarnir fengu færi til að vinna leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 19:00 mætast Shamrock Rovers og Víkingur í úrslitaleik um sæti í 2. umferð forkeppninnar í Meistaradeildinni. Um seinni leik liðanna er að ræða en fyrri leikurinn endaði með markalausu jafntefli á Víkingsvelli.

Í kvöld verður spilað á Tallaght leikvanginum í Dublin, heimavelli Shamrock.

Lestu um leikinn: Shamrock Rovers 2 -  1 Víkingur R.

Á heimasíðu Shamrock var í gær birt viðtal við stjóra liðsins. Stephen Bradley var þar spurður út í liðsuppstillingu Víkings í fyrri leiknum. Það kom eilítið á óvart að sjá Helga Guðjónsson í byrjunarliðinu; liðið var mjög sókndjarft. Bradley var spurður hvort að Víkingar hafi mögulega vanmetið Shamrock.

„Ég er ekki viss ef ég á að vera hreinskilin, ég get ekki sagt hver þeirra hugsunarháttur var. Við vissum hvernig leikstíll þeirra væri. Liðsvalið gaf til kynna að þeim fannst þeir geta unnið leikinn. Þeir voru með alla sóknarmennina sína sem var áhugavert. En mér fannst við era mjög vel og fyrir utan vörsluna þegar boltinn fór í stöngina á mrki okkar, þá man ég ekki eftir færi. Þeir fengu mikið af hornum sem við gerðum mjög vel í að verjast og í endann áttum við líklega að vinna leikinn," sagði stjórinn.

Það kvað þá við nýjan tón hjá stjóranum því eftir að hafa skoðað gulu spjöldin sem Darragh Nugent fékk á Víkingsvelli er Bradley mjög svekktur með dómarann. Hann er á því að hvorugt spjaldið hafi verið rétt. Í viðtölum við íslenska fjölmiðla eftir fyrri leikinn sagði hann að sinn leikmaður hefði hegðað sér kjánalega. „Hræðileg spjöld. Ef ég á að vera hreinskilinn fannst mér dómarinn slakur allt kvöldið, mér fannst bæði gulu spjöldin mjög ódýr"

Shamrock endurheimtir varnarmanninn Lee Grace fyrir leikinn, annars er hópurinn óbreyttur frá fyrri leiknum.

„Við þurfum á öllum stuðningsmönnum að halda. Við vitum að við erum að mæta mjög öflugu liði og vitum hversu mikilvægur leikur þetta er fyrir okkur og írskan fótbolta. Evrópukvöld á Tallaght eru sérstök. Það getur verið mjög óþægilegur staður fyrir gestalið að koma. Við þurfum að gera þetta óþægilegt fyrir Víking," sagði Bradley.
Stjóri Shamrock svekktur: Kjánaleg ákvörðun hjá okkar manni
Athugasemdir
banner
banner
banner