Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 16. ágúst 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Barcelona horfir til Man Utd í leit að hægri bakverði
Diogo Dalot með liðsfélaga sínum, Cristiano Ronaldo.
Diogo Dalot með liðsfélaga sínum, Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Barcelona er að skoða það að bæta hægri bakverði við leikmannahóp sinn og horfir Katalóníustórveldið til Manchester United í þeim efnum.

Samkvæmt spænska fjölmiðlamanninum Gerard Romero þá er Barcelona með báða hægri bakverði Man Utd á sínum lista.

Um er að ræða þá Aaron Wan-Bissaka og Diogo Dalot.

Dalot hefur byrjað fyrstu tvo deildarleiki tímabilsins hjá United en Wan-Bissaka er ekki sagður vera í plönum Erik ten Hag, sem tók við stjórn Man Utd í sumar.

Ítalski fréttamaðurinn Fabrizio Romano segir frá því að það séu engar viðræður í gangi varðandi Dalot þessa stundina.

Man Utd er að reyna að kaupa Frenkie de Jong frá Barcelona en það er spurning hvort þeir geti notað Dalot eða Wan-Bissaka sem hluta af kaupverðinu.
Athugasemdir
banner
banner