þri 16. ágúst 2022 12:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslendingur við Andersen: Vona að þú deyir í helvíti
Joachim Andersen.
Joachim Andersen.
Mynd: EPA
Andersen í leiknum í gær. Nunez eltir hann.
Andersen í leiknum í gær. Nunez eltir hann.
Mynd: Getty Images
Eins og við sögðum frá áðan þá hefur danski miðvörðurinn Joachim Andersen fengið fjölmargar hótanir og ljót skilaboð eftir leik gegn Liverpool í gær.

Andersen, sem leikur með Crystal Palace, háði mikla baráttu við Darwin Nunez, sóknarmann Liverpool, í þessum leik í gær. Danski miðvörðurinn var sniðugur og var búinn að vera að atast í Nunez allan leikinn áður en kom að þessu atviki þar sem rauða spjaldið fór á loft.

Nunez fékk rautt spjald fyrir að skalla Andersen í byrjun seinni hálfleiksins.

Liverpool stuðningsmenn eru margir hverjir ekkert sérlega ánægðir með Andersen og hefur hann fengið mörg ljót skilaboð í gegnum samfélagsmiðla

Hann deilir skjáskotum af þessum skilaboðum og má meðal annars sjá að einn af þeim sem sendir honum skilaboð er augljóslega Íslendingur. „Ég vona að þú deyir í helvíti, og landið þitt líka," skrifar Íslendingurinn en Andersen birtir mynd af þessum skilaboðum sem og öðrum.

„Þú áttir skilið að vera skallaður heimska danska tíkín þín," skrifar Íslendingurinn einnig.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af skilaboðunum sem Andersen deilir opinberlega á Instagram síðu sinni.

Andersen hvetur Instagram og ensku úrvalsdeildina til að grípa til aðgerða svo svona hegðun viðgangist ekki.

Enska úrvalsdeildin er hafin, en fólk verður að passa sig að fara ekki yfir strikið.

Uppfært 17:08: Íslendingurinn hefur beðið Andersen afsökunar á þessum ummælum og sér eftir framkomu sinni.

Sjá einnig:
Lögreglan kölluð til í Reykjavík vegna reiði Man Utd stuðningsmanns
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner