Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   mið 16. september 2020 22:01
Anton Freyr Jónsson
Magnús Már: Beið eftir Audda Blö með nýja þáttaröð af Tekinn
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson
Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ákveðinn léttir. Frammistaðan í síðasta leik, þar sem við vorum rændri, var mjög góð og frammistaðan í þessum leik var fín og við sköpuðum okkur helling af færum. Þegar þeir komust yfir í sinni fyrstu alvöru sókn í seinni hálfleik beið ég í rauninni bara eftir því að Auddi Blö myndi koma fram og segjast vera taka nýja þáttaröð af Tekinn því að yfirburðirnir voru ótrúlegir," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir endurkomusigur gegn Þrótti í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 Afturelding

„Mínir menn halda alltaf áfram þannig ég var ekkert alltof stressaður. Ég vissi að við myndum koma til baka og minnsta kosti jafna - gríðarlega sætt að skora í lokinn. Það er gríðarlegur karakter í þessu liði og ég hafði alltaf trú á þessu, strákarnir verðskulduðu þetta sigurmark."

Hvernig horfir framhaldið við Magga, Afturelding er nú sex stigum frá fallsæti.

„Ég fer í alla leiki til að vinna, annar leikur á móti Víkingi Ólafsvík á sunnudaginn. Það er leikur sem við verðum að vinna líka. Við fögnum í kvöld en svo hefst undirbúningur fyrir næsta leik - okkur þyrstir í meira."

„Það var gaman að sjá Elvar Inga [Vignisson] koma inn í dag, hann hefur verið í erfiðum meiðslum í marga mánuði. Bæði skoraði og lagði upp í dag. Hann á risa þátt í sigrinum í dag, virkilega vel gert hjá honum."


Maggi var að lokum spurður út í veðrið í kvöld og stöðuna á Andra Frey Jónassyni og svaraði hann þeim spurningum í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner