Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   mið 16. september 2020 22:01
Anton Freyr Jónsson
Magnús Már: Beið eftir Audda Blö með nýja þáttaröð af Tekinn
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson
Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ákveðinn léttir. Frammistaðan í síðasta leik, þar sem við vorum rændri, var mjög góð og frammistaðan í þessum leik var fín og við sköpuðum okkur helling af færum. Þegar þeir komust yfir í sinni fyrstu alvöru sókn í seinni hálfleik beið ég í rauninni bara eftir því að Auddi Blö myndi koma fram og segjast vera taka nýja þáttaröð af Tekinn því að yfirburðirnir voru ótrúlegir," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir endurkomusigur gegn Þrótti í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 Afturelding

„Mínir menn halda alltaf áfram þannig ég var ekkert alltof stressaður. Ég vissi að við myndum koma til baka og minnsta kosti jafna - gríðarlega sætt að skora í lokinn. Það er gríðarlegur karakter í þessu liði og ég hafði alltaf trú á þessu, strákarnir verðskulduðu þetta sigurmark."

Hvernig horfir framhaldið við Magga, Afturelding er nú sex stigum frá fallsæti.

„Ég fer í alla leiki til að vinna, annar leikur á móti Víkingi Ólafsvík á sunnudaginn. Það er leikur sem við verðum að vinna líka. Við fögnum í kvöld en svo hefst undirbúningur fyrir næsta leik - okkur þyrstir í meira."

„Það var gaman að sjá Elvar Inga [Vignisson] koma inn í dag, hann hefur verið í erfiðum meiðslum í marga mánuði. Bæði skoraði og lagði upp í dag. Hann á risa þátt í sigrinum í dag, virkilega vel gert hjá honum."


Maggi var að lokum spurður út í veðrið í kvöld og stöðuna á Andra Frey Jónassyni og svaraði hann þeim spurningum í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner