Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
   mið 16. september 2020 22:01
Anton Freyr Jónsson
Magnús Már: Beið eftir Audda Blö með nýja þáttaröð af Tekinn
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson
Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ákveðinn léttir. Frammistaðan í síðasta leik, þar sem við vorum rændri, var mjög góð og frammistaðan í þessum leik var fín og við sköpuðum okkur helling af færum. Þegar þeir komust yfir í sinni fyrstu alvöru sókn í seinni hálfleik beið ég í rauninni bara eftir því að Auddi Blö myndi koma fram og segjast vera taka nýja þáttaröð af Tekinn því að yfirburðirnir voru ótrúlegir," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir endurkomusigur gegn Þrótti í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 Afturelding

„Mínir menn halda alltaf áfram þannig ég var ekkert alltof stressaður. Ég vissi að við myndum koma til baka og minnsta kosti jafna - gríðarlega sætt að skora í lokinn. Það er gríðarlegur karakter í þessu liði og ég hafði alltaf trú á þessu, strákarnir verðskulduðu þetta sigurmark."

Hvernig horfir framhaldið við Magga, Afturelding er nú sex stigum frá fallsæti.

„Ég fer í alla leiki til að vinna, annar leikur á móti Víkingi Ólafsvík á sunnudaginn. Það er leikur sem við verðum að vinna líka. Við fögnum í kvöld en svo hefst undirbúningur fyrir næsta leik - okkur þyrstir í meira."

„Það var gaman að sjá Elvar Inga [Vignisson] koma inn í dag, hann hefur verið í erfiðum meiðslum í marga mánuði. Bæði skoraði og lagði upp í dag. Hann á risa þátt í sigrinum í dag, virkilega vel gert hjá honum."


Maggi var að lokum spurður út í veðrið í kvöld og stöðuna á Andra Frey Jónassyni og svaraði hann þeim spurningum í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir