Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   mið 16. september 2020 22:01
Anton Freyr Jónsson
Magnús Már: Beið eftir Audda Blö með nýja þáttaröð af Tekinn
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson
Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ákveðinn léttir. Frammistaðan í síðasta leik, þar sem við vorum rændri, var mjög góð og frammistaðan í þessum leik var fín og við sköpuðum okkur helling af færum. Þegar þeir komust yfir í sinni fyrstu alvöru sókn í seinni hálfleik beið ég í rauninni bara eftir því að Auddi Blö myndi koma fram og segjast vera taka nýja þáttaröð af Tekinn því að yfirburðirnir voru ótrúlegir," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir endurkomusigur gegn Þrótti í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 Afturelding

„Mínir menn halda alltaf áfram þannig ég var ekkert alltof stressaður. Ég vissi að við myndum koma til baka og minnsta kosti jafna - gríðarlega sætt að skora í lokinn. Það er gríðarlegur karakter í þessu liði og ég hafði alltaf trú á þessu, strákarnir verðskulduðu þetta sigurmark."

Hvernig horfir framhaldið við Magga, Afturelding er nú sex stigum frá fallsæti.

„Ég fer í alla leiki til að vinna, annar leikur á móti Víkingi Ólafsvík á sunnudaginn. Það er leikur sem við verðum að vinna líka. Við fögnum í kvöld en svo hefst undirbúningur fyrir næsta leik - okkur þyrstir í meira."

„Það var gaman að sjá Elvar Inga [Vignisson] koma inn í dag, hann hefur verið í erfiðum meiðslum í marga mánuði. Bæði skoraði og lagði upp í dag. Hann á risa þátt í sigrinum í dag, virkilega vel gert hjá honum."


Maggi var að lokum spurður út í veðrið í kvöld og stöðuna á Andra Frey Jónassyni og svaraði hann þeim spurningum í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner