Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 16. september 2022 15:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Arnar um son sinn: Hann er Belgi og mamma hans er belgísk
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Nói með fjölskyldu sinni.
Viktor Nói með fjölskyldu sinni.
Mynd: KAA Gent
Við sögðum frá því fyrir rúmum mánuði síðan að sonur íslenska landsliðsþjálfarans væri byrjaður að spila með unglingalandsliði Belgíu.

Viktor Nói Viðarsson skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við Gent í Belgíu á síðasta ári.

Viktor Nói, sem varð fimmtán ára fyrr á þessu ári, er djúpur miðjumaður sem getur einnig leikið sem miðvörður. Viktor er greinilega mjög efnilegur því það er búið að velja hann í yngri landslið, en ekki í yngri landslið Íslands. Fram kemur á Transfermarkt að hann sé búinn að spila sex leiki með U15 landsliði Belgíu.

Hann hafi tekið þátt í þessum leikjum fyrr á þessu ári og meira að segja hafi hann verið með fyrirliðabandið í leik gegn Mexíkó sem vannst í vítaspyrnukeppni.

Viktor Nói er búinn að alast upp í Belgíu og er móðir hans belgísk, en faðir hans er fyrrum landsliðsmaður Íslands og núverandi landsliðsþjálfari.

Arnar var spurður að því á fréttamannafundi í dag hvort það komi til greina að sonurinn spili með Íslandi í framtíðinni.

„Ég er mjög rólegur yfir þessu öllu saman," sagði Arnar.

„Þetta er einfaldlega þannig að hann er Belgi og mamma hans er belgísk. Hann býr í Belgíu."

„Þetta er eitthvað sem við höfum rætt innanhúss. Við eigum bara að leyfa börnunum að vera börn og svo kemur bara í ljós hvernig þetta endar. Hann er bara 15 ára og það mikilvægasta er hann hafi gaman að því að vera í íþróttum," sagði Arnar en það er ljóst að miðað við viðbrögð Jörunds Áka Sveinssonar, sem þjálfar U17 landsliðið, á fundinum að þá sé búið að reyna að fá Viktor Nóa í íslensku unglingalandsliðin.
Athugasemdir
banner
banner