Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
banner
   fös 16. september 2022 20:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Everton í viðræðum við Gordon um nýjan samning
Mynd: Getty Images

Chelsea var á eftir Anthony Gordon leikmanni Everton í sumar en var ekki tilbúið að borga uppsett verð fyrir þennan 21 árs gamla Englending.


Frank Lampard stjóri Everton er mjög hrifinn af honum en Lampard staðfesti í dag að félagið væri að ræða við leikmanninn um nýjan samning.

Hann á þrjú ár eftir af samningnum sínum en Everton vill senda öðrum félögum skilaboð með því að gefa honum nýjan samning.

„Hann lítur vel út, hann hefur æft mjög vel. Ég er mikill aðdáandi af honum sem leikmanni," sagði Lampard um Gordon.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner