
Víkingur R. 3 - 1 KA
1-0 Matthías Vilhjálmsson ('38 )
2-0 Aron Elís Þrándarson ('72 )
2-1 Ívar Örn Árnason ('82 )
3-1 Ari Sigurpálsson ('84 )
Lestu um leikinn
1-0 Matthías Vilhjálmsson ('38 )
2-0 Aron Elís Þrándarson ('72 )
2-1 Ívar Örn Árnason ('82 )
3-1 Ari Sigurpálsson ('84 )
Lestu um leikinn
Víkingur er bikarmeistari í fjórða sinn í röð eftir að liðið vann KA, 3-1, á Laugardalsvelli í dag.
Víkingar unnu árið 2019 en komust að vísu ekki í bikarúrslit árið eftir, en Mjólkurbikarnum var á endanum aflýst það árið og voru þeir því áfram ríkjandi meistarar.
Liðið vann síðan bæði 2021 og 2022 og fylgdi því á eftir með fjórða bikarmeistaratitlinum í röð í dag.
Matthías Vilhjálmsson kom Víkingum á bragðið á 38. mínútu með skalla á nærstönginni eftir hornspyrnu Birnis Snæs Ingasonar og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Víkingar voru alltaf líklegri til að bæta við í síðari og eftir nokkur dauðafæri kom annað markið á 72. mínútu er Danijel Dejan Djuric tók aukaspyrnu inn í teiginn og á Aron Elís Þrándarson sem skoraði með góðu skoti í hægra hornið.
Ívar Örn Árnason minnkaði muninn fyrir KA á 82. mínútu er hann fékk boltann hægra megin í teignum og setti hann vinstra megin við Þórð Ingason í markinu.
Víkingar svöruðu um hæl. Þeir fóru í hraða skyndisókn og var það Ari Sigurpálsson sem komst einn á móti Kristijan Jajalo og lagði hann undir hann og í netið.
Glæsilegur sigur hjá Víkingum sem eru bikarmeistarar í fjórða sinn í röð. Það er annar besti árangur hjá íslensku liði í sögunni á eftir KR sem vann fimm sinnum í röð á árunum 1960 til 1964.
Athugasemdir