Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 16. september 2024 07:30
Sölvi Haraldsson
Stór sigur fyrir Newcastle - „Elskum þessa tilfinningu“
Fabian Schar.
Fabian Schar.
Mynd: Getty Images

Newcastle unnu Wolves í gær í ensku úrvalsdeildinni 2-1. Eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik og þegar korter var eftir af leiknum skoruðu þeir tvö mörk á 5 mínútna kafla.

Fabian Schar jafnaði leikinn á 75. mínútu og síðan var það Harvey Barnes sem kom þeim yfir á 80. mínútu.


Þetta er risastór sigur fyrir okkur. Við vorum ekki ánægðir í hálfleik og við þurftum að gera skiptingar. Við getum tekið svona ákvarðanir og gert svona skiptingar í leikjum. Leikmennirnir sem komu inn í leikinn voru frábærir. Allir spiluðu sína rullu.“ sagði Eddie Howe í viðtali við Sky Sports eftir leikinn.

Líkt og kom fram hér áður jafnaði svissneski varnarmaðurinn, Fabian Schar, leikinn þegar korter var eftir af leiknum en hann var einnig mjög ánægður með sigurinn.

Við byrjuðum leikinn vel fannst mér en síðan gáfum við aðeins eftir. Í hálfleik fórum við yfir það að við þurftum að gera mun betur. Við getum spilað mun betur. Við elskum þessa tilfinningu að vinna og við verðum að bæta við stöðugleika í leikinn okkar. Þannig tökum við næsta skrefið.“ sagði Fabian Schar eftir leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner