Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   mán 16. september 2024 16:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Það skipti öllu máli fyrir mig"
Arnór Sigurðsson á innan við ár eftir af samningi sínum við Blackburn og var í sumar orðaður við önnur félög, bæði á Englandi og annars staðar.

Hann endaði síðasta tímabil sem næstmarkahæsti leikmaður liðsins þrátt fyrir að hafa misst af lokakaflanum vegna meiðsla. Arnór ræddi við Fótbolta.net í dag.

„Það eru engar viðræður í gangi. Tíminn mun bara leiða það í ljós hvenær eitthvað gerist í þeim efnum. Ég byrjaði tvo leiki og kom inn á í tveimur leikjum í ágúst, en gat ekki spilað síðustu leiki vegna veikindanna," segir Arnór.

„Mér líður mjög vel hérna, Blackburn er mjög flottur klúbbur og tímabilið hefur byrjað mjög vel."

Arnór skoraði sigurmarkið gegn Oxford í 3. umferð Championship-deildinni eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

„Það var mikilvægt fyrir mig. Endirinn á síðasta tímabili var sorglegur, lendi í erfiðum meiðslum með landsliðinu og endurkomuferlið var erfitt, erfiðara en ég bjóst við. Það skipti öllu máli fyrir mig að koma inn á og ná að setja sigurmarkið í 2-1 sigri. Það kom tímabilinu í gang hjá mér persónulega."

Var eitthvað að gerast varðandi áhuga annarra félaga í sumar?

„Það voru alveg félög sem létu vita af áhuga sínum, en ég var alveg einbeittur á að vera hérna og taka gott tímabil með Blackburn. Það var mikið slúðrað, en það voru alveg félög sem létu vita af sér," segir Arnór.

Arnór kom til Blackburn frá CSKA Moskvu síðasta sumar, fyrst á láni, og skrifaði síðan undir eins og hálfs árs samning í lok síðasta árs.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 20 13 5 2 51 22 +29 44
2 Middlesbrough 20 11 6 3 30 21 +9 39
3 Millwall 20 10 5 5 24 26 -2 35
4 Ipswich Town 20 9 7 4 34 19 +15 34
5 Preston NE 20 8 8 4 27 21 +6 32
6 Hull City 20 9 4 7 33 34 -1 31
7 QPR 20 9 4 7 27 30 -3 31
8 Stoke City 20 9 3 8 26 19 +7 30
9 Southampton 20 8 6 6 34 28 +6 30
10 Bristol City 20 8 6 6 28 23 +5 30
11 Birmingham 20 8 4 8 29 25 +4 28
12 Watford 20 7 7 6 28 26 +2 28
13 Leicester 20 7 7 6 27 26 +1 28
14 Wrexham 20 6 9 5 24 23 +1 27
15 Derby County 20 7 6 7 27 29 -2 27
16 West Brom 20 7 4 9 23 28 -5 25
17 Sheffield Utd 20 7 2 11 25 29 -4 23
18 Swansea 20 6 5 9 21 27 -6 23
19 Charlton Athletic 19 6 5 8 19 25 -6 23
20 Blackburn 19 6 4 9 19 24 -5 22
21 Oxford United 20 4 7 9 21 28 -7 19
22 Portsmouth 19 4 5 10 15 26 -11 17
23 Norwich 20 3 5 12 22 33 -11 14
24 Sheff Wed 19 1 6 12 15 37 -22 -9
Athugasemdir
banner
banner