Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   mán 15. september 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Raphinha byrjaði ekki því hann mætti seint á æfingu
Rashford átti stoðsendingu
Mynd: EPA
Brasilíski kantmaðurinn Raphinha var ekki í byrjunarliði Barcelona sem tók á móti Valencia í spænsku deildinni í kvöld.

Hann mætti seint á æfingu og ákvað Hansi Flick að refsa honum með að taka hann úr byrjunarliðinu. Þetta gerði hann þrátt fyrir meiðsli Lamine Yamal.

Roony Bardghji og Marcus Rashford byrjuðu því á köntunum hjá Barcelona og var staðan 1-0 í leikhlé, eftir mark frá Fermín López.

Raphinha fékk að koma inn í hálfleik fyrir Bardghji og átti hann eftir að skora tvennu í 6-0 sigri.

Rashford lagði upp fyrir Raphinha á 53. mínútu og var svo skipt af velli á 68. mínútu, fyrir Dani Olmo.

Robert Lewandowski kom inn á 68. mínútu og skoraði tvennu eftir undirbúning frá varamönnunum Olmo og Marc Bernal.

Raphinha er 28 ára gamall og er kominn með 3 mörk og 1 stoðsendingu í 4 leikjum á tímabilinu.

Þetta var fyrsti leikur Bardgji með Barcelona en fjórði leikurinn hans Rashford.

   14.09.2025 21:23
Spánn: Þrjár tvennur í stórsigri Barca

Athugasemdir
banner