Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   mán 15. september 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Síðustu leikir fyrir tvískiptingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru tveir leikir á dagskrá í lokaumferð fyrir tvískiptingu Bestu deildar karla í dag.

ÍA og Afturelding eigast við á botnslag á Akranesi. Skagamenn geta komið sér af botninum með sigri á meðan Mosfellingar eiga möguleika á að klifra úr fallsæti með sigri.

Ljóst er að bæði lið munu leika í neðri hluta Bestu deildarinnar eftir tvískiptingu, ásamt KA, Vestra og KR auk einu liði til viðbótar sem verður annað hvort Fram eða ÍBV.

ÍBV heimsækir Breiðablik í seinni leik dagsins og þarf sigur til að koma sér í efri hlutann fyrir tvískiptingu.

Blikum hefur gengið afar illa upp á síðkastið og eru þeir búnir að dragast afturúr í titilbaráttunni. Þeir eru án sigurs í síðustu sex deildarleikjum.

Leikir dagsins
16:45 ÍA-Afturelding (ELKEM völlurinn)
18:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 21 9 6 6 36 - 34 +2 33
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
8.    ÍBV 21 8 4 9 23 - 27 -4 28
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    Afturelding 21 5 6 10 28 - 36 -8 21
12.    ÍA 21 6 1 14 23 - 42 -19 19
Athugasemdir
banner
banner