Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   mán 15. september 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: Jafnt í lokaleiknum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
KÞ 1 - 1 Einherji
0-1 Ainhoa Olivera Fernandez ('55 )
1-1 Steinunn Lára Ingvarsdóttir ('71 )

KÞ og Einherji áttust við í síðasta leik deildartímabilsins í 2. deild kvenna og var staðan markalaus eftir fyrri hálfleik.

Ainhoa Fernández tók forystuna fyrir Einherja snemma í síðari hálfleik en Steinunn Lára Ingvarsdóttir jafnaði metin á 71. mínútu og þar við sat.

Lokatölur 1-1 í Laugardalnum og endar KÞ í 8. sæti deildarinnar. Liðið er þó, eftir úrslitakeppnina, með fleiri stig heldur en til dæmis Fjölnir sem endar í 4. sæti.

KÞ endar með 22 stig, þremur stigum meira heldur en Einherji sem lýkur keppni í næstneðsta sæti.

Ninna Björk Þorsteinsdóttir (m), Sóldís Erla Hjartardóttir, Tanja Lind Samúelsd. Valberg (46'), Hekla Dögg Ingvarsdóttir (64'), Camilly Kristal Silva Da Rocha, Þórdís Nanna Ágústsdóttir (32'), Steinunn Lára Ingvarsdóttir, Hildur Laila Hákonardóttir, Birna Karen Kjartansdóttir, Þórey Hanna Sigurðardóttir, Una Sóley Gísladóttir (75')
Varamenn Marla Sól Manuelsd. Plasencia (46'), Herdís María Einarsdóttir Briem, Þóra Guðrún Einarsdóttir Briem (32'), Rebekka Rós Kristófersdóttir (75'), Ragnheiður María Ottósdóttir, Ísold Embla Ögn Hrannarsdóttir, Margrét Ellertsdóttir (64')

Einherji Eva Lind Magnúsdóttir (m), Sara Líf Magnúsdóttir, Coni Adelina Ion, Amanda Lind Elmarsdóttir, Borghildur Arnarsdóttir, Ásdís Fjóla Víglundsdóttir (46'), Montserrat Montes Del Castillo (82'), Laia Arias Lopez, Ainhoa Olivera Fernandez, Veronika Garabecz, Lidia Cauni
Varamenn Lorina Itoya, Lilja Björk Höskuldsdóttir (46), Tinna Líf Kristinsdóttir (82)
Athugasemdir
banner
banner