Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 16. október 2020 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Samningur Pogba framlengdur um eitt ár
Paul Pogba er samningsbundinn til 2022 samkvæmt Goal
Paul Pogba er samningsbundinn til 2022 samkvæmt Goal
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba er samningsbundinn enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United til 2022 en Goal greinir frá því að félagið hafi ákveðið að virkja ákvæði í samningnum.

Upprunalegi samningurinn átti að renna út næsta sumar og er Pogba þegar byrjaður að daðra við spænska félagið Real Madrid.

Þá hafa ensku miðlarnir einnig greint frá því að Pogba hafi áhuga á því að fara til Barcelona en nú er ljóst að samningur hans hefur verið framlengdur um eitt ár.

Man Utd nýtti sér ákvæði í samningnum sem gefur félaginu heimild til þess að framlengja hann um eitt ár og samkvæmt Goal þá hefur félagið nýtt sér það.

Hann verður þvi samningsbundinn Man Utd til 2022 og á því ekki möguleika á að fara frá félaginu á frjálsri sölu næsta sumar.

Pogba yfirgaf Man Utd á frjálsri sölu árið 2012 og gekk til liðs við Juventus en enska félagið keypti hann fjórum árum síðar fyrir tæpar 90 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner