Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   lau 16. október 2021 18:22
Brynjar Ingi Erluson
Atli Barkar: Eitthvað sem alla dreymir um
Atli Barkarson
Atli Barkarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Barkarson, leikmaður Víkings, var virkilega sáttur með tímabilið í heild sinni en hann fagnar tvöfalt með liðinu í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Víkingur R.

Atli kom til Víkings frá norska félaginu Fredrikstad á síðasta ári og reyndist þeim alger lykilmaður í sumar.

Hann átti stóran þátt í að liðið vann deildina og síðan bikarinn á Laugardalsvelli í dag.

„100 prósent ég held að þetta sé það sem alla dreymir á Íslandi," sagði Atli við Fótbolta.net.

Hann segir að liðið hafi alltaf haft trú og að honum hafi liðið þannig að þeir væru alltaf að fara að vinna í dag.

„Ég viðurkenni að þegar það voru þrjár umferðir eftir af deildinni þá var alltaf trú að vinna deildina en kannski ekki að vinna tvöfalt. Við erum með geðveikt lið í dag og leið alltaf í dag að við værum að fara að vinna þennan leik."

Einar Guðnason sótti Atla til Noregs og síðan þá hefur ferill hans í Víkinni farið á flug.

„Hann var að tala um að hann hefði sótt mig í Víking og hafði samband við mig fyrst og hvernig þetta hafi þróast síðan þá."

„Ég er mjög stoltur og spilaði alla leiki. Kom mér í U21 árs landsliðið og er hrikalega sáttur," sagði Atli ennfremur en viðtalið má sjá hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner