Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
   lau 16. október 2021 18:22
Brynjar Ingi Erluson
Atli Barkar: Eitthvað sem alla dreymir um
Atli Barkarson
Atli Barkarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Barkarson, leikmaður Víkings, var virkilega sáttur með tímabilið í heild sinni en hann fagnar tvöfalt með liðinu í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Víkingur R.

Atli kom til Víkings frá norska félaginu Fredrikstad á síðasta ári og reyndist þeim alger lykilmaður í sumar.

Hann átti stóran þátt í að liðið vann deildina og síðan bikarinn á Laugardalsvelli í dag.

„100 prósent ég held að þetta sé það sem alla dreymir á Íslandi," sagði Atli við Fótbolta.net.

Hann segir að liðið hafi alltaf haft trú og að honum hafi liðið þannig að þeir væru alltaf að fara að vinna í dag.

„Ég viðurkenni að þegar það voru þrjár umferðir eftir af deildinni þá var alltaf trú að vinna deildina en kannski ekki að vinna tvöfalt. Við erum með geðveikt lið í dag og leið alltaf í dag að við værum að fara að vinna þennan leik."

Einar Guðnason sótti Atla til Noregs og síðan þá hefur ferill hans í Víkinni farið á flug.

„Hann var að tala um að hann hefði sótt mig í Víking og hafði samband við mig fyrst og hvernig þetta hafi þróast síðan þá."

„Ég er mjög stoltur og spilaði alla leiki. Kom mér í U21 árs landsliðið og er hrikalega sáttur," sagði Atli ennfremur en viðtalið má sjá hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner