
Atli Barkarson, leikmaður Víkings, var virkilega sáttur með tímabilið í heild sinni en hann fagnar tvöfalt með liðinu í kvöld.
Lestu um leikinn: ÍA 0 - 3 Víkingur R.
Atli kom til Víkings frá norska félaginu Fredrikstad á síðasta ári og reyndist þeim alger lykilmaður í sumar.
Hann átti stóran þátt í að liðið vann deildina og síðan bikarinn á Laugardalsvelli í dag.
„100 prósent ég held að þetta sé það sem alla dreymir á Íslandi," sagði Atli við Fótbolta.net.
Hann segir að liðið hafi alltaf haft trú og að honum hafi liðið þannig að þeir væru alltaf að fara að vinna í dag.
„Ég viðurkenni að þegar það voru þrjár umferðir eftir af deildinni þá var alltaf trú að vinna deildina en kannski ekki að vinna tvöfalt. Við erum með geðveikt lið í dag og leið alltaf í dag að við værum að fara að vinna þennan leik."
Einar Guðnason sótti Atla til Noregs og síðan þá hefur ferill hans í Víkinni farið á flug.
„Hann var að tala um að hann hefði sótt mig í Víking og hafði samband við mig fyrst og hvernig þetta hafi þróast síðan þá."
„Ég er mjög stoltur og spilaði alla leiki. Kom mér í U21 árs landsliðið og er hrikalega sáttur," sagði Atli ennfremur en viðtalið má sjá hér fyrir ofan.
Athugasemdir