
„Elías byrjar í kvöld, frábær manneskja og markmaður. Hákon Rafn hlýtur hins vegar að vera að þungt hugsi," segir íþróttafréttamaðurinn Gunnar Birgisson á X-inu.
„Fjórum leikjum frá því að binda enda á sársaukafull ellefu ár fyrir stuðningsmenn Elfsborg sem einn besti leikmaður liðsins. Hefur einhver markmaður unnið eitthvað erlendis síðan Árni Gautur 2005?"
„Fjórum leikjum frá því að binda enda á sársaukafull ellefu ár fyrir stuðningsmenn Elfsborg sem einn besti leikmaður liðsins. Hefur einhver markmaður unnið eitthvað erlendis síðan Árni Gautur 2005?"
Lestu um leikinn: Ísland 4 - 0 Liechtenstein
Gunnar segir að Elías Rafn Ólafsson fái tækifæri í marki Íslands í leiknum gegn Liechtenstein í kvöld. Elías spilar í portúgölsku B-deildinni en Age Hareide landsliðsþjálfari sagði í lok ágúst að hann væri óánægður með styrkleika deildarinnar sem hann spilar í.
„Við erum með Elías Rafn sem er að spila með Mafra í Portúgal og ég er ekki ánægður með það," sagði Hareide en Elías var lánaður til Mafra frá Midtjylland.
Hákon Rafn ver mark Elfsborgar sem trónir á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar og hefur átt afskaplega öflugt tímabil. Hann og Elías hafa báðir spilað fjóra A-landsleiki en Elías var um tíma aðalmarkvörður landsliðsins, áður en hann meiddist. Rúnar Alex Rúnarsson hefur leikið í markinu alla leiki Íslands í þessari undankeppni en umræða hefur verið í gangi um að hann hefði átt að verja jöfnunarmark Lúxemborgar á föstudag.
Elías byrjar í kvöld, frábær manneskja og markmaður. Hákon Rafn hlýtur hins vegar að vera að þungt hugsi. pic.twitter.com/6Oc20DELgZ
— Gunnar Birgisson (@grjotze) October 16, 2023
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir