Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   mán 16. október 2023 13:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn tekur við Haugesund (Staðfest)
Mynd: Haugesund
Mynd: Haugesund
Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur verið tilkynntur sem nýr þjálfari norska félagsins Haugasunds. Frá þessu er greint á heimasíðu norska félagsins.

Samningur Óskars gildir til ársins 2026 og hefur störf hjá félaginu 1. nóvember. Hann mun þó ekki taka við sem þjálfari liðsins fyrr en á næsta tímabili.

Fram kemur að mörg nöfn hafi verið á lista hjá Haugesund í upphafi en hægt og rólega kom í ljós að Óskar var fyrsti kostur félagsins. „Við erum mjög ánægðir að fá okkar fyrsta kost af mörgum sem komu til greina," segir Eirik Opedal sem er yfirmaður íþróttamála hjá félaginu.

„Hann hefur störf 1. nóvember. Þá fær hann tækifæri til að kynnast félaginu, norsku deildinni enn betur og einnig tækifæri til að taka þátt í undirbúningi fyrir félagaskiptagluggann. Hann tekur við sem þjálfari um leið og tímabilinu 2023 er lokið," segir Opedal.

„Í ráðningaferlinu var mikilvægt að nýi þjálfarinn væri með eiginleika og hugmyndafræði í samræmi við þá stefnu sem Haugesund hefur lagt upp með til framtíðar. Í Óskari sjáum við þjálfara sem hefur í gegnum árin á Íslandi sýnt að hann sé rétti maðurinn hvað þetta varðar. Við höfum teiknað upp áætlun sem skilgreinir hvernig Haugesund á að virka. Eftir mörg góð samtöl við Óskar sjáum við að hann talar fyrir þann hugmyndagrundvöll sem við viljum vinna eftir á mjög góðan hátt."

Sancheev Manoharan og Paul Andre Farstad stýra Haugesund út tímabilið. Liðið er í 13. sæti, einu stigi fyrir ofan fallumspilssæti þegar sex umferðir eru eftir af deildinni.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner