Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 16. nóvember 2015 20:30
Magnús Már Einarsson
Zilina í Slóvakíu
Vladimir Weiss: Mun reyna að sparka vel í Birki
LG
Borgun
Vladimir Weiss hress og kátur á hóteli slóvakíska landsliðsins í dag.
Vladimir Weiss hress og kátur á hóteli slóvakíska landsliðsins í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
„Við höfum horft á íslenska liðið á myndböndum. Þetta er sterkt lið sem hefur unnið sér þátttökurétt á EM. Þetta verður góður leikur og góð prófraun fyrir EM. Við erum spenntir," sagði Vladimir Weiss leikmaður Slóvakíu í einkaviðtali við Fótbolta.net í dag.

Weiss er í lykilhlutverki hjá Slóvökum en hann lagði upp flest mörk allra leikmanna í undankeppni EM. Hann verður í eldlínunni gegn Íslendingum í Zilina annað kvöld.

„Íslenska liðið er mjög þétt og menn berjast fyrir hvorn annan. Það eru nokkrir góðir einstaklingar í liðinu."

Weiss spilaði á sínum tíma með Birki Bjarnasyni hjá Pescara á Ítalíu. „Ég mun einbeita mér að Birki og reyna að sparka vel í hann," sagði Weiss léttur í bragði.

„Við höfum ekki hist síðan við spiluðum saman á Ítalíu og ég hlakka til að hitta hann. Við höfum verið góðir vinir síðan við vorum á Ítalíu."

„Á Ítalíu spilaði hann á miðjunni. Núna spilar hann á vinstri kantinum með Íslandi. Hann er sterkur leikmaður sem berst í 90 mínútur. Hann var góður hjá Pescara og ég veit að hann er mjög mikilvægur leikmaður fyrir íslenska landsliðið."


Weiss er 25 ára gamall en hann spilaði sinn fyrsta landsleik með Slóvökum árið 2009. Það var á Laugardalsvelli í 1-1 jafntefli gegn Íslandi í vináttuleik. „Ég spilaði bara í hálftíma en þetta var fyrsti leikurinn og ég á góðar minningar frá þeim leik," sagði Weiss.

Weiss var á mála hjá Manchester City frá 2009 til 2012 en náði ekki að komast í liðið. Hann fór til Rangers, Bolton og Espanyol á láni áður en hann samdi við Pescara árið 2012. Eftir hálft tímabil með Olympiakos samdi Weiss síðan við Lekhwiya SC í Katar en þar spilar hann í dag.

„Ég tók þessa ákvörðun fyrir tveimur árum og ég nýt þess ennþá að vera þar. Fótboltinn er auðvitað ekki eins og í Evrópu en ég tek þessu mjög alvarlega. Við höfum okkar markmið þar og ég er að reyna að gera mitt besta með mínu liði," sagði Weiss um boltann í Katar.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner