Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   fös 17. janúar 2020 21:45
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Fulham setur pressu á toppliðin
Fulham 1 - 0 Middlesbrough
1-0 Anthony Knockaert ('7)

Fulham stjórnaði leiknum gegn Middlesbrough og verðskuldaði sigur í eina leik dagsins í Championship deildinni.

Anthony Knockaert, á láni frá Brighton, gerði eina mark leiksins á sjöundu mínútu.

Fulham fékk mikið af dauðafærum og komst upp í þriðja sæti með sigrinum. Liðið er skammt frá toppnum enda hafa West Brom og Leeds United verið að tapa ótrúlega mikið af stigum undanfarnar vikur.

Middlesbrough hafði unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum en situr eftir í neðri hluta deildarinnar, tíu stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Athugasemdir
banner