mán 17. janúar 2022 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Afríkukeppnin í dag - Fyrsti riðillinn klárast
Kamerún er búið að tryggja sér sæti í næstu umferð. Það er bara spurning hvort þeir vinni riðilinn eða ekki.
Kamerún er búið að tryggja sér sæti í næstu umferð. Það er bara spurning hvort þeir vinni riðilinn eða ekki.
Mynd: Getty Images
Í kvöld klárast fyrsti riðillinn í Afríkukeppninni þegar síðustu tveir leikirnir í A-riðlinum verða spilaðir.

Heimamenn í Kamerún mæta Grænhöfðaeyjum og Búrkína Fasó spilar við Eþíópíu. Báðir leikir hefjast klukkan 16:00.

Kamerún er búið að vinna báða sína leiki til þessa og er öruggt með annað af efstu tveimur sætunum. Jafntefli dugir þeim til að enda í efsta sæti riðilsins. Búrkína Fasó og Grænhöfðaeyjar eru með þrjú stig og munu berjast um annað sætið. Mögulegt er að liðið í þriðja sæti komist einnig í 16-liða úrslitin, en fjögur liðin með bestan árangur í þriðja sæti komast einnig áfram.

Leikirnir eru sýndir á Viaplay.

mánudagur 17. janúar
16:00 Grænhöfðaeyjar - Kamerún
16:00 Burkína Fasó - Eþíópía
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner