Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 17. janúar 2022 10:22
Elvar Geir Magnússon
Everton búið að ræða við belgíska sambandið
Roberto Martínez.
Roberto Martínez.
Mynd: Getty Images
Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belgíu, er efstur á blaði Everton sem er í stjóraleit eftir brottrekstur Rafa Benítez.

Mirror segir að Everton hafi hafið viðræður við fótboltasamband Belgíu í gær og þær viðræður staðið fram á kvöld.

Martínez er fyrrum stjóri Everton og hefur áhuga á því að snúa aftur og hjálpa liðinu að rétta úr kútnum. Það togar þó í hann að halda áfram með Belgíu enda HM í lok árs þar sem Belgar eru meðal sigurstranglegustu liða.

Martínez var orðaður við endurkomu til Everton í fyrra en eigandi félagsins, Farhad Moshiri, tók þá umdeildu ákvörðun að ráða Benítez.

Everton vonast til þess að Martínez verði mættur í stjórastólinn áður en leikið verður gegn Aston Villa um næstu helgi. Hann gæti þá tekið Thierry Henry með sér sem aðstoðarmann en Henry er í þjálfarateymi belgíska landsliðsins.

Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Everton og nú stjóri Derby, og Graham Potter hjá Brighton eru meðal þeirra sem eru í umræðunni. Þá er Moshiri sagur aðdáandi Jose Mourinho en staða Portúgalans hjá Roma er ekki á traustum grunni.

Athugasemdir
banner
banner
banner