Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   fös 17. janúar 2025 20:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Norrköping og Fjölnir búin að semja um kaupverð
Lengjudeildin
Jónatan hefur farið á reynslu til Norrköping
Jónatan hefur farið á reynslu til Norrköping
Mynd: Fjölnir
Fjölnir og Norrköping hafa náð samkomulagi um kaupverð á Jónatan Guðna Arnarssyni.

Þessi 17 ára gamli kantmaður hefur farið tvívegis á reynslu hjá sænska félaginu og hefur staðið sig svo vel að félagið vill fá hann til sín.

Nú er það bara undir leikmanninum sjálfum komið að samþykkja samningstilboð frá Norrköping.

Jónatan Guðni er uppalinn hjá Fjölni en hann hefur leikið 26 leiki fyrir félagið og skorað þrjú mörk. Hann á níu landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim tvö mörk.

Hann var í dag valinn í æfingahóp U19 ára landsliðsins.

Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson eru þegar á mála hjá Íslendingaliði Norrköping, sem leikur í efstu deild sænska boltans.

Athugasemdir
banner
banner