Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 17. febrúar 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alaba getur ímyndað sér að spila annars staðar
David Alaba, varnarmaður Bayern München, segist geta ímyndað sér að spila einhvers staðar annars staðar áður en ferlinum lýkur.

Hinn 27 ára gamli Alaba hefur ávallt leikið í treyju Bayern, fyrir utan eitt tímabil þar sem hann var í láni hjá Hoffenheim - 2010/11 tímabilið.

Núgildandi samningur Alaba við Bayern rennur út sumarið 2021. Kjósi hann að framlengja ekki, þá gæti Bayern reynt að selja hann þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar.

Í viðtali við The Times gefur hann í skyn að hann gæti spilað einhvern staðar annars staðar á einhverjum tímapunkti.

„Við sjáum hvað gerist," sagði Alaba. „Ég þekki ensku úrvalsdeildina mjög vel því ég fylgdist með henni þegar ég var yngri. Arsenal og Patrick Vieira voru í uppáhaldi."

„Ég hugsa ekki mikið um framtíðina í augnablikinu, en ég get ímyndað mér að spila einhvers staðar annars staðar."
Athugasemdir
banner