Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 17. febrúar 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alaba getur ímyndað sér að spila annars staðar
Mynd: Getty Images
David Alaba, varnarmaður Bayern München, segist geta ímyndað sér að spila einhvers staðar annars staðar áður en ferlinum lýkur.

Hinn 27 ára gamli Alaba hefur ávallt leikið í treyju Bayern, fyrir utan eitt tímabil þar sem hann var í láni hjá Hoffenheim - 2010/11 tímabilið.

Núgildandi samningur Alaba við Bayern rennur út sumarið 2021. Kjósi hann að framlengja ekki, þá gæti Bayern reynt að selja hann þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar.

Í viðtali við The Times gefur hann í skyn að hann gæti spilað einhvern staðar annars staðar á einhverjum tímapunkti.

„Við sjáum hvað gerist," sagði Alaba. „Ég þekki ensku úrvalsdeildina mjög vel því ég fylgdist með henni þegar ég var yngri. Arsenal og Patrick Vieira voru í uppáhaldi."

„Ég hugsa ekki mikið um framtíðina í augnablikinu, en ég get ímyndað mér að spila einhvers staðar annars staðar."
Athugasemdir
banner
banner
banner