Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. febrúar 2020 23:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eiður Smári: Ótrúlegt að Martial kom United yfir
Mynd: Getty Images
Tómas Þór Þórðarson og Eiður Smári Guðjohnsen voru á Stamford Bridge í kvöld fyrir Síminn Sport. Tómas ræddi við Eið Smára eftir leik um leikinn.

Rætt var um erfiðleika Chelsea að skora, mikilvægi fyrsta marksins, VAR, gengi Chelsea á heimavelli og spilamennsku United. Þá hituðu þeir upp fyrir leik Chelsea gegn Tottenham um næstu helgi.

„Hæglega hefði þetta getið verið rautt spjald á Maguire, við verðum að treysta dómurunum í þessu," sagði Eiður Smári um mögulegt rautt spjald á Maguire.

Eiður tjáði sig einnig um frammistöðu Anthony Martial í leiknum: „Þegar hann gefur í þá getur hann verið alveg frábær."

„Það var í rauninni alveg ótrúlegt að hann hafi komið United yfir í fyrri hálfleik. Hann var ekki búinn að vera með í 35-40 mínútur. Það sýnir gæðin sem hann hefur, hann getur skorað upp úr engu,"
sagði Eiður Smári.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner