Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
banner
   mið 17. febrúar 2021 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Jón Daði kom inn í þriðja sigrinum í röð
Jón Daði Böðvarsson spilaði síðustu 20 mínúturnar í góðum sigri Millwall gegn Birmingham í Championship deildinni í kvöld.

Millwall tók forystuna snemma leiks og voru gestirnir frá Birmingham betri aðilinn en þeim tókst þó ekki að skora.

Jón Daði kom inn í stöðunni 1-0 og nokkrum mínútum síðar var Ben Thompson búinn að tvöfalda forystu heimamanna. Lokatölur urðu 2-0 og var þetta þriðji sigur Millwall í röð. Liðið er fimm stigum frá umspilssæti sem stendur.

Millwall 2 - 0 Birmingham
1-0 J. Wallace ('3)
2-0 B. Thompson ('75)

Norwich er þá í frábærri stöðu á toppi deildarinnar eftir góðan sigur í Coventry. Teemu Pukki og Emi Buendia lögðu upp fyrir hvorn annan í 0-2 sigri.

Brentford er áfram í öðru sæti eftir annan tapleikinn í röð. Í þetta sinn tapaði litla-Danmörk fyrir QPR.

Danirnir í Brentford eru þó áfram í öðru sæti, fjórum stigum eftir Norwich. Swansea er þó að banka á dyrnar enda aðeins einu stigi eftirá og með tvo leiki til góða.

Svanirnir unnu einmitt 1-0 gegn Nottingham Forest í kvöld og er toppbaráttan gríðarlega spennandi.

Coventry 0 - 2 Norwich
0-1 Teemu Pukki ('29 )
0-2 Emiliano Buendia ('45 )

QPR 2 - 1 Brentford
0-1 Ivan Toney ('30 )
1-1 Sam Field ('72 )
2-1 Charlie Austin ('76 )

Swansea 1 - 0 Nott. Forest
1-0 Connor Roberts ('87 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 23 15 6 2 54 23 +31 51
2 Middlesbrough 23 12 7 4 33 24 +9 43
3 Ipswich Town 23 10 8 5 38 23 +15 38
4 Hull City 23 11 5 7 39 37 +2 38
5 Preston NE 23 9 10 4 30 23 +7 37
6 Bristol City 23 10 6 7 32 25 +7 36
7 Millwall 23 10 6 7 25 31 -6 36
8 Watford 23 9 8 6 33 29 +4 35
9 QPR 23 10 5 8 33 35 -2 35
10 Stoke City 23 10 4 9 28 21 +7 34
11 Derby County 23 8 8 7 32 31 +1 32
12 Southampton 23 8 7 8 37 33 +4 31
13 Wrexham 23 7 10 6 32 30 +2 31
14 Leicester 23 8 7 8 32 33 -1 31
15 Birmingham 23 8 6 9 31 30 +1 30
16 West Brom 23 8 4 11 26 31 -5 28
17 Charlton Athletic 22 7 6 9 21 27 -6 27
18 Blackburn 22 7 5 10 22 26 -4 26
19 Sheffield Utd 23 8 2 13 31 36 -5 26
20 Swansea 23 7 5 11 24 31 -7 26
21 Oxford United 23 5 7 11 24 32 -8 22
22 Portsmouth 22 5 7 10 19 29 -10 22
23 Norwich 23 5 6 12 26 35 -9 21
24 Sheff Wed 22 1 7 14 18 45 -27 -8
Athugasemdir
banner