Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. febrúar 2021 13:30
Magnús Már Einarsson
Guardiola óttast ferðalög í landsleikina í mars
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur áhyggjur af því að leikmenn smitist af kórónuveirunni þegar þeir fara í landsleiki víðsvegar um heiminn í mars.

Manchester City er í góðum málum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en Guardiola óttast að leikmenn smitist og missi af leikjum á lokakafla tímabilsins.

„Eina leiðin til að vernda okkur frá veirunni er að vera heima og hreyfa okkur ekki, virða fjarlægðartakmarkanir, vera ekki í samskiptum og ekki ferðast," sagði Guardiola.

„Núna er fólk að fara að ferðast út um allt og leikmenn fara að spila með landsliðum sínum. Það er erfitt að hafa stjórn á því og ég held því miður að við sjáum fleiri smit."

„Ég myndi vilja segja að það gerist ekki en við höfum séð hvernig þetta hefur gerst í tveimur eða þremur bylgjum í heiminum. Ef þú ferðast þá tekur þú áhættu á að smitast. Ég tel að enska úrvalsdeildin eigi að hafa áhyggjur af þessu. Allar deildir ættu að gera það."

Athugasemdir
banner
banner
banner