Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   þri 17. mars 2020 18:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Blaise Matuidi með kórónuveiruna
Ítölsku meistararnir í Juventus hafa tilkynnt að miðjumaðurinn Blaise Matuidi sé með kórónuveiruna.

Matuidi er annar leikmaðurinn í leikmannahópi Juventus sem greinist með kórónuveiruna á eftir miðverðinum Daniele Rugani.

Matuidi er núna í sóttkví og líður honum vel að því er kemur fram í tilkynningu Juventus.

Ekkert er spilað í flestum deildum um þessar mundir vegna heimsfaraldursins, en ástandið er hvað verst á Ítalíu af öllum Evrópulöndum.

Athugasemdir
banner
banner