Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. mars 2021 13:28
Magnús Már Einarsson
Óvíst hvort lykilmenn Íslands megi spila gegn Þýskalandi
Leikmenn úr U21 gætu færst upp í A-liðið
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson
Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvíst er hvort íslenskir landsliðsmenn sem spila á Englandi geti spilað með íslenska landsliðinu gegn Þýskalandi í fyrsta leiknum í undankeppni HM þann 25. mars.

Um er að þá Gylfa Þór Sigurðsson (Everton, Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley), Jón Daða Böðvarsson (Millwall) og Rúnar Alex Rúnarsson (Arsenal).

Ástæðan er ferðatakmarkanir milli Bretlands og Þýskalands vegna kórónuveirunnar. Sama á við um leikmenn þýska landsliðsins sem spila með enskum félagsliðum en óvíst er með þátttöku þeirra í leiknum í næstu viku.

„Það er ennþá spurningamerki með Þýskaland. Hvort leikmennirnir okkar í Bretlandseyjum fái að komast inn til Þýskalands. Við erum að bíða eftir vörum frá UEFA og þýskum yfirvöldum, Það er stærsti óvissuhlutinn í þessu öllu," sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag.

Það er hægara sagt en gert að færa leikinn á hlutlausan völl. „Það er alveg undir UEFA komið. Eins og ég skil þetta er stærsta vandamálið hjá okkur það að við erum ekki félagslið. Það varð að færa þessa leiki í Meistaradeildinni á hlutlausan völl því Liverpool-liðið er allt í Liverpool. UEFA reynir að halda leikjunum eins lengi og hægt er í löndunum þar sem þeir eru spilaðir. Þetta er ákvörðun sem er algjörlega tekin hjá UEFA."

Ef leikmenn í enskum félagsliðum mega ekki spila leikinn gegn Þýskalandi er mögulegt að leikmenn úr U21 landsliðshópi Ísalands verði kallaðir upp í A-landsliðið að sögn Arnars.

U21 landsliðshópurinn fyrir EM var birtur á vef UEFA í gær en KSÍ mun halda fréttamannafund til að kynna hópinn á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner