mið 17. apríl 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Kom ekki hingað til að vinna Meistaradeildina
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, lét nokkuð áhugaverð ummæli falla í aðdraganda leiksins gegn Tottenham í Meistaradeildinni í dag.

Manchester City fær Tottenham í heimsókn í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Tottenham vann fyrri leikinn 1-0.

Guardiola vann Meistaradeildina síðast fyrir átta árum síðan. Honum tókst ekki að vinna hana hjá Bayern München og segist hann ekki hafa komið til City til að vinna Meistaradeildina.

„Fólk segir að ég hafi komið hingað til að vinna Meistaradeildina, en í hreinskilni sagt þá kom ég ekki hingað til að vinna Meistaradeildina," sagði Guardiola.

„Ég kom hingað til að spila eins og liðið mitt hefur verið að gera síðustu 20 mánuðina. Þess vegna kom ég hingað - til þess að spila eins og ég vil spila. En auðvitað vil ég vinna Meistaradeildina."

„Ég hef sagt það oft að fyrir mér er enska úrvalsdeildin mikilvægasti titillinn. Þú þarft að spila vel þar á þriggja daga fresti"

Með skilaboð til stuðningsmanna
Etihad-völlurinn er ekki beint þekktur fyrir rafmagnað andrúmsloft. Guardiola biðlar til stuðningsmanna að mæta og styðja liðið í kvöld.

„Ég vil að sjá að stuðningsmennirnir vilji komast í undanúrslit, ekki bara leikmennirnir."

„Ég vil sjá hvort stuðningsmennirnir vilji virkilega komast í undanúrslitin."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner