Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 17. apríl 2019 16:45
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Viktor Karl.
Viktor Karl.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Raggi Óla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Breiðablik
Mynd: Raggi Óla
Breiðablik er spáð fjórða sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. Samhliða spánni er einn leikmaður í hverju liði sem sýnir á sér hina hliðina.

Hjá Breiðabliki er það Viktor Karl Einarsson sem sýnir á sér hina hliðina.

Þú getur keypt Viktor Karl í Draumaliðið þitt. Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsdeild Eyjabita og Fótbolta.net!

Fullt nafn: Viktor Karl Einarsson.

Gælunafn: Ætli það sé ekki bara Vic.

Aldur: 22 ára.

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Spilaði nokkra mfl leiki þegar ég var 18 ára en fyrsti mfl leikur í deild var 2018.

Uppáhalds drykkur: Fyrir utan vatnið þá bara góður kaffibolli.

Uppáhalds matsölustaður: Á Íslandi líklega Sushi Social

Hvernig bíl áttu: Er á golf

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Power og Suits

Uppáhalds tónlistarmaður: Listamenn eins og Ed Sheeran og James Bay. Kann að meta góða texta.

Uppáhalds samskiptamiðill: Instagram

Fyndnasti Íslendingurinn: Alltaf Hjörvar Hafliða.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Er mikill ísmaður og breyti því mjög oft um uppskrift í refinn minn. En núna set ég bláber, þrist, piparfylltar lakkrísreimar og smá Turkish pepper dýfu.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Ég er viðskiptavinur Nova og fæ 2 fyrir 1 hjá WOK ON laugardaga, frá 13:00-17:30.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Það er ekkert eitt lið sem ég myndi aldrei spila fyrir. En örugglega bara eitthvað úti á landi.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Frankie de Jong og Abdelhak Nouri.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Hef líklega lært mest af Koen Stam í Hollandi hingað til

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Jón Dagur þegar hann var í HK.

Sætasti sigurinn: 4.flokkur í úrslitaleik Íslandsmótsins á móti Stjörnunni þegar Aron Þórður skoraði skallamark á 90. mín sem tryggði framlengingu sem við unnum svo 2-1.

Mestu vonbrigðin: Líklega 4-3 tap á móti Ajax eftir að hafa verið 3-1 yfir í leik um titilinn í U19.

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Grétar Snær Gunnarsson.

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Líklega lengja tímabilið.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Brynjólfur Willumsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Kiddi Steindórs er huggulegur

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Ronaldinho fannst mér lang bestur með boltann. Gat gert ótrúlegustu hluti.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Það er hann Brynjólfur Willums.

Uppáhalds staður á Íslandi: Kiðjaberg.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Félagi minn laumaði einu sinni klósettpappír í stuttubuxurnar hjá mér og ég skokkaði út í seinni hálfleik með klósettpappír hangandi niður úr buxunum sem leit ekki vel út.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Bara Netflix eða lesa góða bók.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist rosa lítið með öðrum íþróttum.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial Vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Landafræði

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Is it true

Vandræðalegasta augnablik: Án efa þegar ég skokkaði út í seinni hálfleikinn með klósettpappírinn fastan í stuttbuxunum.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Alfreð Finnbogason því hann er hrikalega gáfaður. Svo myndi ég taka Albert Guðmundsson því hann er mjög góður í að finna lausnir. Og að lokum Óttar Magnús Karlsson því hann myndi neita að gefast upp og myndi líklega koma okkur heim

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég hef aldrei smakkað banana
Athugasemdir
banner
banner
banner