Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
   fös 17. maí 2019 23:15
Sævar Ólafsson
Stebbi Gísla: Mætum ekki rétt inn í leikinn og töpum í fyrri hálfleik
Svart og hvítt á milli hálfleikja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknismenn sáu á eftir stigunum þremur í kvöld í hendur vel skipulagðra Njarðvíkinga. Stefán Gíslason þjálfari Leiknis var tekinn tali í loks leiks

"Við erum náttúrulega ekki sáttir. En ég samt eins sáttur með seinni hálfleik og ég er ósáttur með fyrri hálfleik."

"Þetta var svart og hvítt hjá okkur á milli hálfleika í dag þannig að ég tek það jákvæða og við höfum eitthvað til að byggja á eins og seinni hálfleikurinn þróaðist og við náðum að stjórna leiknum."

Leiknismenn fóru illa að ráði sínu í mörgum efnilegum upphlaupum þar sem viss gæðabrestur virtist vera einkennandi á síðasta þriðjung
"Það er í rauninni ráðgáta hvernig við náðum ekki að skora neitt mark. Það er jákvætt hinsvegar að við náum að skapa færi og stjórnum leiknum í seinni hálfleik."




Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Njarðvík

Eftir brösugan fyrri hálfleik gerðu Leiknismenn tvær breytingar ásamt því að leggja í stórar áherslubreytingar og skipta um leikkerfi.
"Við mætum ekki rétt inn í leikinn og töpum á fyrri hálfleik
Við vildum bara mæta þeim eins og vi vildum gera frá byrjun – við vorum passívir í byrjun og vorum seinir. Vorum ekki fyrstir á bæði fyrst eða seinni bolta og vorum bara passívir
Vorum ekki aggresívir og fórum ekki út í leikinn eins og við vildum en við gerðum það í seinni hálfleik.
Gerðum tvær breytingar og breyttum líka um kerfi, fórum í 4-4-2 með tvo upp á topp."


Reikistefna var eftir að Elías dómari flautaði til leiksloks þar sem Valur Gunnarsson markmannsþjálfari Leiknis fékk að líta rauða spjaldið eftir orðaskipti við dómaratríóið.
"Ég held það það hafi í raun verið sáralítið – hann talaði við dómarana eftir leik á mjög rólegan og yfirvegaðann hátt og það sem hann segir og ég trúi og treysti honum 100% þá fannst mér það ekki verðskulda rautt spjald. Klárlega ekki."

Einn sigur úr fyrstu þremur leikjunum er dræm niðurstaða og varla í takt við tilætlanir liðsins.
"Við erum það ekki – samkvæmt okkar markmiði ætluðum við að vera með fleiri stig fyrir fyrstu fjóra leikina og við náðum því ekki, þannig að vi. ð þurfum að endurstilla það af og halda áfram."

Athugasemdir
banner