Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mið 17. maí 2023 01:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hanna Kallmaier fór með sjúkrabíl vegna hnémeiðsla - „Þetta leit ekki vel út"
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hanna Kallmaier, miðjumaður Vals, meiddist illa þegar liðið mætti Stjörnunni í 4. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. Hanna meiddist eftir tæplega 80 mínútna leik og var borin af velli fimm mínútum seinna.

„Þetta er hnéð, hún er bara á leið með sjúkrabíl upp eftir og þetta leit ekki vel út, því miður," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, í viðtali hér á Fótbolti.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Valur

„Hún fór beint upp á spít­ala í mynda­töku þannig við vit­um ekk­ert fyrr en á morg­un hvað er að ger­ast," sagði þjálfarinn Pétur Pétursson við mbl.is eftir leikinn.

Hanna er Þjóðverji, hún er 29 ára gömul og gekk í raðir Vals frá ÍBV í vetur. Hanna kom fyrst til Íslands fyrir tímabilið 2020 og lék alls 62 leiki í öllum keppnum fyrir ÍBV áður en hún gekk í raðir Vals. Hún var búin að vera í byrjunarliði Íslands- og bikarmeistaranna í fyrstu fjórum umferðunum.

Hér við fréttina má sjá myndir sem teknar voru í Garðabænum í kvöld. Óhætt er að fullyrða að meiðslin líta ekki vel út og er varað við því að þær gætu valdið óhug.
Athugasemdir
banner