Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 17. maí 2024 22:37
Haraldur Örn Haraldsson
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Adam Ægir Pálsson leikmaður Vals var ánægður með að komast áfram í bikarnum eftir að liðið hans vann 3-1 gegn Aftureldingu í 16-liða úrslitum Mjölkurbikarsins í kvöld.


„Við vorum bara 'clinical' þegar við fengum færi. Mér fannst við ekkert frábærir í fyrri hálfleik, við vorum aðeins betri í seinni hálfleik. Afturelding er bara gott lið, þannig að þetta var erfiður leikur en gott að við náðum að skora þrjú, vinna þennan leik og komast áfram."

Adam skoraði þriðja mark Valsmanna en það var virkilega flott. Hann tekur skotið frá vinstri kantinum eins og hann sé að taka fyrirgjöf en boltinn sveiflast inn í fjærhornið. En var hann að meina þetta?

„Já já, ætli það ekki. Nei ég veit það ekki, þetta endaði inni allavega. Ég ætla ekki að ljúga, ég viðurkenni þetta var kross, en flott mark samt."

Adam fékk rautt spjald í þar síðasta deildarleik. Það var frekar skrítið atvik en hann á að hafa fengið sitt annað gula fyrir orð sem hann lét falla á þjálfara Breiðabliks. Þetta var því fyrsti leikurinn hans eftir þetta atvik.

„Auðvitað fær maður að heyra það fyrir að fá rautt spjald, sem er bara verðskuldað hraun. En það er gott að fá traustið aftur og vonandi gerði ég nóg til þess að halda sætinu. En við erum með gríðarlega sterkt lið og ef svo er ekki þá er það bara áfram gakk. Við erum með fáránlega sterkan hóp og við þurfum á hópnum að halda. Þannig að bara svona er þetta."

Adam hefur byrjað þetta tímabil mikið á bekknum, og það hafa farið sögusagnir um það hvort hann gæti hugsað sér að fara eitthvað annað. Adam er hinsvegar ekki á því.

„Ég er í liðinu núna þannig ég get ekki kvartað. Ég er náttúrulega bara Valsari dauðans, og mér líður ógeðslega vel í Val. Stundum er bara fótbolti þannig að maður er á bekknum, stundum er maður í liðinu eins og staðan er núna og þá er það bara mitt að halda mér í liðinu. Ef ég spila vel þá held ég mér í liðinu, og ef ekki þá dett ég út, eins og allsstaðar. Ef þú ert í svona topp liði eins og Val þá er það bara þannig að stundum ertu í liðinu og stundum ekki en ég er gallharður Valsari og mér líður ógeðslega vel í Val þannig ég er ekki að fara neitt."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan


Athugasemdir
banner
banner