Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fös 17. maí 2024 22:37
Haraldur Örn Haraldsson
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Adam Ægir Pálsson leikmaður Vals var ánægður með að komast áfram í bikarnum eftir að liðið hans vann 3-1 gegn Aftureldingu í 16-liða úrslitum Mjölkurbikarsins í kvöld.


„Við vorum bara 'clinical' þegar við fengum færi. Mér fannst við ekkert frábærir í fyrri hálfleik, við vorum aðeins betri í seinni hálfleik. Afturelding er bara gott lið, þannig að þetta var erfiður leikur en gott að við náðum að skora þrjú, vinna þennan leik og komast áfram."

Adam skoraði þriðja mark Valsmanna en það var virkilega flott. Hann tekur skotið frá vinstri kantinum eins og hann sé að taka fyrirgjöf en boltinn sveiflast inn í fjærhornið. En var hann að meina þetta?

„Já já, ætli það ekki. Nei ég veit það ekki, þetta endaði inni allavega. Ég ætla ekki að ljúga, ég viðurkenni þetta var kross, en flott mark samt."

Adam fékk rautt spjald í þar síðasta deildarleik. Það var frekar skrítið atvik en hann á að hafa fengið sitt annað gula fyrir orð sem hann lét falla á þjálfara Breiðabliks. Þetta var því fyrsti leikurinn hans eftir þetta atvik.

„Auðvitað fær maður að heyra það fyrir að fá rautt spjald, sem er bara verðskuldað hraun. En það er gott að fá traustið aftur og vonandi gerði ég nóg til þess að halda sætinu. En við erum með gríðarlega sterkt lið og ef svo er ekki þá er það bara áfram gakk. Við erum með fáránlega sterkan hóp og við þurfum á hópnum að halda. Þannig að bara svona er þetta."

Adam hefur byrjað þetta tímabil mikið á bekknum, og það hafa farið sögusagnir um það hvort hann gæti hugsað sér að fara eitthvað annað. Adam er hinsvegar ekki á því.

„Ég er í liðinu núna þannig ég get ekki kvartað. Ég er náttúrulega bara Valsari dauðans, og mér líður ógeðslega vel í Val. Stundum er bara fótbolti þannig að maður er á bekknum, stundum er maður í liðinu eins og staðan er núna og þá er það bara mitt að halda mér í liðinu. Ef ég spila vel þá held ég mér í liðinu, og ef ekki þá dett ég út, eins og allsstaðar. Ef þú ert í svona topp liði eins og Val þá er það bara þannig að stundum ertu í liðinu og stundum ekki en ég er gallharður Valsari og mér líður ógeðslega vel í Val þannig ég er ekki að fara neitt."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan


Athugasemdir
banner
banner