Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   fös 17. maí 2024 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland um helgina - Hver verður andstæðingur Ísaks og félaga?
Ísak er á láni frá FCK. Mun hann taka slaginn með Dusseldorf ef liðið fer upp í efstu deild?
Ísak er á láni frá FCK. Mun hann taka slaginn með Dusseldorf ef liðið fer upp í efstu deild?
Mynd: Getty Images

Lokaumferðin í þýsku deildinni fer fram á morgun.


Mikil spenna er á botninum og þá berjast Frankfurt, Hoffenheim og Freiburg um sæti í Evrópu og Sambandsdeildinni.

Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar í Dusseldorf, sem spilar í næst efstu deild, hafa tryggt sér sæti í umspili um sæti í efstu deild. Það kemur í ljós á morgun hver andstæðingurinn verður.

Köln getur komið sér upp úr fallsæti og farið upp fyrir Union Berlin með sigri á Heidenheim en Union Berlin mætir Freiburg og getur því eyðilagt Evrópudrauma þeirra og tryggt sér áframhaldandi veru í deildinni ef Mainz tapar gegn Wolfsburg.

Ef Union Berlin og Mainz vinna bæði leiki sína og Bochum tapar gegn Werder Bremen mun Bochum fara í umspilið.

laugardagur 18. maí
13:30 Dortmund - Darmstadt
13:30 Union Berlin - Freiburg
13:30 Leverkusen - Augsburg
13:30 Eintracht Frankfurt - RB Leipzig
13:30 Wolfsburg - Mainz
13:30 Hoffenheim - Bayern
13:30 Werder - Bochum
13:30 Stuttgart - Gladbach
13:30 Heidenheim - Köln


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner