
Patrick Pedersen var besti leikmaður undanúrslita Mjólkurbikarsins. Hann var frábær í sigri Vals á Stjörnunni.
Patrick kom við á skrifstofu Fótbolta.net í dag og tók á móti verðlaunum frá Mjólkursamsölunni fyrir að vera besti leikmaður undanúrslitana.
Patrick kom við á skrifstofu Fótbolta.net í dag og tók á móti verðlaunum frá Mjólkursamsölunni fyrir að vera besti leikmaður undanúrslitana.
Valur spilar á móti Vestra í úrslitaleiknum en í liði Vestra er Jeppe Pedersen, bróðir Patrick.
„Við erum að spila vel og höfum náð í nokkra sigra í röð núna. Það er gott," sagði Patrick við Fótbolta.net og bætti við að andrúmsloftið í hópnum væri mjög gott. Valur er á toppi Bestu deildarinnar og í bikarúrslitum.
„Það verður spennandi að spila á móti bróður mínum í úrslitaleiknum. Bikarinn verður í fjölskyldunni og vonandi hjá mér."
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir