
'Rúnar er sniðugur, hann er núna að setja athygli á að dómararnir skoði þetta og verði með augun á þessu'
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, sagði eftir leik Fram og Víkings að VAR myndbandsdómgæslan væri það eina sem gæti stoppað Víkinga og þeirra föstu leikatriði. Samkvæmt Wyscout hefur Víkingur skorað sjö mörk upp úr hornspyrnum, sem er það mesta í deildinni.
Það sjöunda kom gegn Fram í gær þegar Helgi Guðjónsson fann Nikolaj Hansen, sem var frír inn á teignum og skoraði með skalla. Sjö er ekki heildarfjöldi marka Víkinga úr föstum leikatriðum því þeir hafa einnig skorað eftir aukaspyrnur.
Haraldur Einar Ásgrímsson, varnarmaður Fram, missti af Nikolaj inn á teignum í gær og Kyle McLagan komst ekki í að hjálpa þar sem Karl Friðleifur Gunnarsson, leikmaður Víkings, stóð fyrir honum.
Það sjöunda kom gegn Fram í gær þegar Helgi Guðjónsson fann Nikolaj Hansen, sem var frír inn á teignum og skoraði með skalla. Sjö er ekki heildarfjöldi marka Víkinga úr föstum leikatriðum því þeir hafa einnig skorað eftir aukaspyrnur.
Haraldur Einar Ásgrímsson, varnarmaður Fram, missti af Nikolaj inn á teignum í gær og Kyle McLagan komst ekki í að hjálpa þar sem Karl Friðleifur Gunnarsson, leikmaður Víkings, stóð fyrir honum.
Lestu um leikinn: Fram 2 - 2 Víkingur R.
„Þetta er Rúnar að vera sniðugur, að setja pressu á dómarana að gera eitthvað í þessu. En við sjáum þetta í heimsfótboltanum, blokkeringar eru hluti af fótboltanum. Við sjáum Arsenal-menn mikið gera þetta, Arsenal er eitt af betri liðum í heiminum í föstum leikatriðum," segir Sölvi.
„Við erum alveg búnir að fara yfir það hvernig þú átt að blokka, hvernig á að blokka án þess að brjóta af sér. Þú mátt blokka í hornum, mátt standa í vegi fyrir leikmönnum ef þú gerir það rétt; sleppir því að nota hendur og svoleiðis. Þetta er bara partur af föstum leikatriðum í dag."
„Ef Rúnar vill VAR, þá er það bara frábært, ég er alveg til í að fá VAR inn í deildina. Ég held að við munum græða meira á því heldur en ekki."
„Við erum bara sterkir í þessu, höfum æft þetta og setjum mikla áherslu á föst leikatriði. Við erum með sterka leikmenn og góða spyrnumenn."
„Rúnar er sniðugur, hann er núna að setja athygli á að dómararnir skoði þetta og verði með augun á þessu. En Framarar blokka líka, öll liðin í deildinni blokkera. Þannig ég veit ekki af hverju það á að skoða okkur eitthvað sérstaklega, kannski er það af því að við erum að skoða fleiri mörk en hinir? velti Sölvi fyrir sér.
Athugasemdir