Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
   mán 28. júlí 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óliver Elís aftur í ÍR (Staðfest)
Lengjudeildin
Óliver Elís Hlynsson.
Óliver Elís Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Óliver Elís Hlynsson er kominn aftur í ÍR eftir að hafa gengið í raðir Fram fyrir þetta tímabil.

Tækifærin hafa verið af skornum skammti fyrir Óliver hjá Fram en hann hefur aðeins komið við sögu í þremur leikjum í Bestu deildinni í sumar.

Óliver, sem getur bæði spilað sem miðvörður og bakvörður, var í lykilhlutverki hjá ÍR í fyrra er liðið komst í umspil um að komast upp í Bestu deildina.

Það er mikill liðsstyrkur fyrir ÍR að fá hann aftur en liðið er sem stendur á toppi Lengjudeildarinnar.

ÍR hefur líka fengið Gabríel Aron Sævarsson, Reyni Haraldsson og Ísak Aron Ómarsson í þessum glugga. Það er alveg ljóst að Breiðhyltingar ætla sér upp um deild.

Athugasemdir
banner