Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
   mán 28. júlí 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ramsdale í markið hjá Newcastle?
Aaron Ramsdale.
Aaron Ramsdale.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Newcastle er í viðræðum við Southampton að fá enska landsliðsmarkvörðinn Aaron Ramsdale.

Newcastle reyndi að fá Ramsdale frá Arsenal síðasta sumar en komst ekki að samkomulagi um kaupverð.

James Trafford var efstur á óskalista Newcastle en hann er á leið til Manchester City.

Ramsdale þekkir Eddie Howe eftir að hafa spilað fyrir hann hjá Bournemouth á árum áður.

Samkvæmt David Ornstein hjá The Athletic er Newcastle að skoða að fá Ramsdale á láni með kaupmöguleika.
Athugasemdir
banner