Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
   mán 28. júlí 2025 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hann er kannski mikilvægasti maðurinn í liðinu okkar"
Lék með derhúfu í sólinni í gær.
Lék með derhúfu í sólinni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Viktor Freyr var mjög góður, en það kemur ekkert a óvart, hann er búinn að vera mjög góður í margar vikur," sagði Simon Tibbling, leikmaður Fram, eftir leikinn gegn Víkingi í gær.

Viktor Freyr Sigurðsson, markmaður Fram, var valinn næst besti maður vallarins í gær, átti virkilega góðan leik. Rætt var við sænska miðjumanninn Tibbling eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  2 Víkingur R.

„Hann átti tækifærið sitt skilið, greip það. Hann er kannski búinn að vera okkar besti maður, búinn að vinna mörg stig með góðum vörslum. Hann vann mögulega stigið fyrir okkur í dag, margar góðar vörslur.

„En ég er ekki hissa, sé hann á æfingu á hverjum degi og líka í síðustu leikjum. Ég er búinn að sjá ferðlagið, hann fékk tækifærið og hefur fengið sjálfstraustið. Það er gaman að sjá það halda áfram, það er það sem þú vilt sjá hjá öllum. Hann fékk tækifærið gegn FH í bikarnum, átti frábæran leik og sjálfstraustið hefur bara aukist, maður sér hann taka skef áfram á hverjum degi. Hann er kannski mikilvægasti maðurinn í liðinu okkar," sagði Tibbling.

Viktor kom frá Leikni fyrir tímabilið, byrjaði á bekknum en eftir frábæra frammistöðu í bikarsigri gegn FH vann hann sér sæti í liðinu og hefur verið öflugur í allt sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner