Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
   mán 28. júlí 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Luis Diaz kvaddi liðsfélagana og er á leið til München
Luis Diaz.
Luis Diaz.
Mynd: EPA
Luis Diaz er núna að fljúga frá Tokýó til München í Þýskalandi til að ganga frá félagaskiptum sínum til Bayern München.

Það er talið að hann muni fara í læknisskoðun fyrir félagaskipti sín til Bayern á morgun.

Diaz kvaddi liðsfélaga sína hjá Liverpool í morgun en hann er að ganga í raðir Bayern fyrir 65,5, milljónir punda.

Díaz, sem er 28 ára gamall, hefur samþykkt fjögurra ára samning hjá Bayern með möguleika á að framlengja hann um ár til viðbótar.

Liverpool ætlar sér að selja fleiri leikmenn í glugganum en þeir Darwin Nunez, Harvey Elliott og Federico Chiesa gætu allir verið á förum.
Athugasemdir
banner