Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
   mán 28. júlí 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Umboðsmaður Weah brjálaður út í stjórnarmann Juventus
Mynd: EPA
Framtíð Timothy Weah, leikmanns Juventus, er í mikilli óvissu en viðræður Juventus og Marseille ganga illa.

Félögin hafa verið í viðræðum síðan Weah hafnaði því að ganga til liðs við Nottingham Forest eftir að félögin náðu samkomulagi.

Hann vill fara aftur í frönsku deildina en hann lék áður með PSG og Lille. Talið er að Marseille sé ekki tilbúið að bjóða meira en 15 milljónir evra í hann en Juventus vill fá um 20 milljónir evra fyrir hann.

Badou Sambague, umboðsmaður Weah, er ekki sáttur með vinnubrögð Juventus.

„Juventus er stórkostlegt félag. Þessu er stýrt af þremur einstaklingum. Tveir eru með klassa, sá þriðji er enn að finna sig Tveir eru að reyna finna lausnir en einn er að búa til vandamál, við getum ekki látið það kyrrt liggja," sagði Sambague.

„Þessi einstaklingur eyðilagði möguleikana hans á HM félagsliða og reyndi að koma honum burt þangað sem hann vildi. Hann vill fá hellings pening fyrir Weah og bíður eftir tilboði úr ensku úrvalsdeildinni sem mun ekki koma og verður ekki samþykkt af okkur. Þetta eru gamaldags aðferðir sem fara ekki vel í mig. Ég er ekki vanur að tjá mig svona en ef ég gerði það ekki væri ég að samþykkja þessa vanvirðingu."

Talið er að Damien Comolli, yfirmaður fótboltamála hjá Juventus, hafi samþykkt 14 milljón evra tilboð en biður nú um 20 milljón evra.
Athugasemdir
banner
banner