Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
   mán 28. júlí 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valur samþykkir tilboð - Tómas Bent á leið til Skotlands
Tómas Bent Magnússon.
Tómas Bent Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Tómas Bent Magnússon var ekki með Val gegn FH í Bestu deildinni í gær. Hann er á leið til Skotlands þar sem hann er að ganga í raðir Hearts en Valur hefur samþykkt tilboð skoska félagsins í leikmanninn samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Hann er á leið í læknisskoðun hjá Hearts áður en hann skrifar undir langtímasamning við félagið.

„Þetta er fyrst og fremst mikil viðurkenning fyrir Tomma og frammistöðuna sem hann hefur boðið upp á hjá okkur í sumar. Við vissum alveg hvað væri spunnið í þennan strák þegar hann kom til okkar og hann hefur heldur betur staðið undir því. Auðvitað glatað að missa hann á þessum tímapunkti en þetta er tækifæri sem öllum dreymir um og við höfum fullan skilning á því," sagði Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, við Fótbolta.net á dögunum.

Tómas sem er 23 ára miðjumaður gekk til liðs við Val frá ÍBV fyrir tímabilið og hefur verið algjör lykilmaður á magnaðri miðju Valsmanna í sumar.

Túfa, þjálfari Vals, var spurður að því í gær hvort að Hlíðarendafélagið ætlaði að styrkja sig fyrir gluggalok.

„Við erum á tánum og erum að skoða hvort það séu einhverjir leikmenn sem geti styrkt okkur. Við erum með geggjaðan hóp og til að styrkja þetta lið þarf það að vera alvöru leikmaður," sagði Túfa.
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Athugasemdir
banner