Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
   mán 28. júlí 2025 15:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fær Vestri sárabót frá Víkingum?
Atli Þór Jónasson.
Atli Þór Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri krækti á dögunum í Ágúst Eðvald Hlynsson frá AB í Danmörku en gera má ráð fyrir því að félagið sé ekki hætt á markaðnumm.

Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag var Atli Þór Jónasson, sóknarmaður Víkinga, orðaður við félagið. Atli gekk í raðir Víkinga fyrir tímabilið en hefur ekki verið í mjög stóru hlutverki á þessu tímabili.

„Vestri vill fá Atla Þór frá Víkingi. Þeir eru í framherjaleit, þessi Grauberg þarna kom og fór. Hann skildi ekkert eftir sig," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

„Það væri smá sárabót fyrir að hafa tekið Daða (Berg Jónsson) til baka. Þetta er algjört win win," sagði Tómas Þór Þórðarson um þennan orðróm.

Atli kom inn af bekknum í gær og skoraði þegar Víkingar gerðu 2-2 jafntefli við Fram. Þetta var hans fyrsta mark fyrir Víkinga í keppnisleik á Íslandi.
Útvarpsþátturinn - Niko, glugginn opinn og umdeilt VAR
Athugasemdir
banner