Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 17. júlí 2020 21:49
Sigurður Marteinsson
Gunnar Guðmunds: Á einhverjum tímapunkti fara hlutirnir að falla með okkur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R er enn án stiga í Lengjudeild Karla en þeir töpuðu sjötta leik sínum í röð gegn Keflavík á heimavelli í Laugardalnum í kvöld. Gunnar Guðmundsson þjálfari Þróttar var eðlilega ekki sáttur eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  4 Keflavík

„Það er margt sem fer úrskeiðis. Við vorum búnir að undirbúa okkur vel fyrir leikinn en síðan þegar út í leikinn er komið þá því miður erum við ekki alveg að gera það sem fyrir var lagt. Við vorum alls ekki nógu þéttir, voru ekki góðar færslur, vorum ekki nógu grimmir og ákveðnir. Í rauninni fer allt úrskeiðis í fyrri hálfleiknum og við erum bara undir í öllu. Ákveðnar skýringar á því sem eru nokkuð augljósar''.

Þróttarar spiluðu örlítið betur í seinni hálfleik. Gunnar var ánægður með það en það var í raun of seint, leikurinn nánast búinn eftir tæpar 30. mínútur þegar þeir voru komnir fjórum mörkum undir. „Maður hefði samt viljað sjá kannski að við hefðum náð einu marki inn í seinni hálfleikinn svona aðeins til að fá smá skaðabót en því miður þá tókst það ekki heldur''.

Þróttur hefur eins og áður sagði tapað öllum sex leikjum sínum í Lengjudeildinni og hafa aðeins náð að skora eitt mark í þessum leikjum en það kom í fyrstu umferð gegn Leikni R. Hvað er vandamálið hjá Þrótti?

„Við erum náttúrulega bara að vinna í þeim hlutum sem við þurfum að vinna í og mér fannst í seinni hálfleiknum þá vorum við bara að skapa okkur fín færi, því miður þá tókst okkur ekki að skora úr þeim færum og í rauninni í þessum leik að þá snýst þetta ekki um færanýtingu eða sköpun á færum eða skora mark heldur snýst þetta um það hvernig við byrjum leikinn og í rauninni erum við búnir að tapa leiknum eftir 20. mínútur''.

„Við erum bara að vinna í okkar málum og þurfum að halda haus og halda áfram. Þetta er náttúrulega brekka núna en það þýðir ekkert að gefast upp''.

Þróttur á nokkuð erfiða leiki framundan en þeir mæta Fram í næstu umferð á þriðjudaginn. Þeir fara svo til Vestmannaeyja og mæta ÍBV. Telur Gunnar að hann geti snúið gengi liðsins við?

„Að sjálfsögðu hef ég fulla trú á því að ég geti snúið þessu við. Þetta er náttúrlega bara þolinmæði sem þarf í þetta og á einhverjum tímapunkti þá fara hlutirnir að detta með okkur, ég hef fulla trú á því. Við þurfum bara að halda haus og hafa trú á því sem við erum að gera og halda áfram. Það er nóg eftir af mótinu ennþá og það sem að skiptir máli er bara að við höldum áfram að vinna í okkar málum og bæta okkar leik''.

„Eins og í dag, því miður, þá var fyrri hálfleikurinn bara slakur en ég var mjög sáttur með seinni hálfleikinn''.




Athugasemdir