Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 17. júlí 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Orri spáir í sjöundu umferð í Pepsi Max-deild kvenna
Orri Sigurður Ómarsson.
Orri Sigurður Ómarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og Valur mætast í toppslag.
Breiðablik og Valur mætast í toppslag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Helgason fékk þrjá rétta þegar hann spáði í síðustu umferð í Pepsi Max-deild kvenna.

Orri Sigurður Ómarsson, varnarmaður Vals, spáir í leikina í sjöundu umferð en umferðin hefst á sunnudag.

Á meðal leikja í umferðinni er toppslagur Breiðabliks og Vals en þessi lið háðu mikla baráttu um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra.



Selfoss 2 - 0 Þór/KA (16:00 á sunnudag)
Þetta er einfaldlega skyldusigur fyrir Selfoss. Blikar og Valur mætast i þessari umferð og þetta eru þrjú stig sem Selfoss verður að fá. Þær taka þetta 2-0.

FH 1 - 0 ÍBV (18:00 á mánudag)
Þessi leikur verður annaðhvort markaveisla eða steindauður. FH tekur þennan sigur samt, 1-0 hljómar líklegra.

Fylkir 2 - 0 Stjarnan (19:15 á mánudag)
Fyrir mér eru Fylkir þriðja besta liðið í deildinni. Þær eru búnar að vera virkilega góðar og þær taka þennan leik. Því miður fyrir minn mann Óskar Smára.

KR 2 - 3 Þróttur R. (19:15 á mánudag)
Minn maður Nik spilar til sigurs í þessum leik. Þær gætu fengið nokkur mörk á sig á móti en þær vinna þennan leik 2-3.

Breiðablik 1 - 1 Valur (19:15 á þriðjudag)
Toppslagur þar sem að liðin passa sig að gera engin mistök og taka enga sénsa. Báðir leikirnir í fyrra fóru jafntefli og ég held að þessi leikur fari líka jafntefli, því miður. Leikurinn endar 1-1.

Fyrri spámenn
Bjarni Helgason - 3 réttir
Halldór Jón Sigurðsson - 3 réttir
Sandra María Jessen - 3 réttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner