Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. júlí 2021 12:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Illa gengið hjá framherjum Milan - Brýtur Giroud múrinn?
Á flugvellinum á Ítalíu
Á flugvellinum á Ítalíu
Mynd: EPA
Olivier Giroud gekk til liðs við AC Milan frá Chelsea í morgun en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Giroud hefur skoraði 235 mörk fyrir félagslið á ferlinum og 46 mörk fyrir franska landsliðið.

Það hefur gengið illa fyrir leikmenn AC Milan í fremstu víglínu að skora í deildinni síðustu árin.

Filippo Inzaghi er síðasti framherji liðsins til að skora yfir 10 mörk á einni leiktíð en það gerði hann fyrir tólf árum síðan.

Síðan þá hefur tíu framherjum mistekist að skora yfir 10 mörk. Mun Giroud verða mikill markaskorari fyrir Milan?

Það hafa margir mjög góðir framherjar reynt fyrir sér í treyju AC Milan, m.a. Fernando Torres, Gonzalo Higuain og Mario Mandzukic.


Athugasemdir
banner
banner
banner